Ár liðið frá snjóflóðinu: Tekst á við áskorunina en þykir erfitt að líta til baka SUnna Karen SIgurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2015 13:40 "Þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg. vísir/valli Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum. Vilborg Arna Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ár er liðið frá einu mannskæðasta snjóflóði í sögu Everest. Sextán nepalskir leiðsögumenn fórust og var þess minnst í búðum fjallgöngumanna í dag. Ættingjar, leiðsögumenn og fjallgöngumenn komu saman og af virðingavotti við hina látnu var ákveðið að leggja niður störf í dag. Vilborg Arna Gissurardóttir upplifði hamfarirnar í fyrra en reynir nú aftur ári síðar við þetta stærsta fjall heims. Hún segir erfitt að líta til baka og viðurkennir að hún sé nú heldur hvekktari en áður þegar hún heyri snjóflóðin falla.Everest meiri áskorun en í byrjun „Það hefur verið mjög kyrrt yfir og menn leggja niður vinnu svona að mestu leyti. En þetta er náttúrulega öðruvísi, það verður að viðurkennast. Það er erfiðara að koma til baka og reyna við þetta, það er ekki hægt að leyna því,“ segir Vilborg Arna sem nú er stödd í grunnbúðum Everest. Hún segir atburðina sitja henni í fersku minni og að það sé nánast óraunverulegt að vera í dag á sama stað í sömu sporum. Everest sé þannig orðin meiri áskorun en í byrjun. Þá gerir Vilborg ráð fyrir að vera á toppi fjallsins eftir um það bil mánuð.Óttablendin virðing fyrir framhaldinu„Við gerum ráð fyrir að toppa á bilinu 12.-25. maí en við erum núna farin að byrja að færa okkur upp í ísfallið. Við fórum til dæmis í fyrstu ferðina okkar upp í gær og það er í fyrsta sinn sem ég fer upp í sjálft ísfallið. Á sama tíma og það er stórkostlegt að upplifa þessa náttúru þá er maður líka með smá kökk í hálsinum yfir öllu því sem gerðist í fyrra. En svona heilt yfir er óttablendin virðing fyrir framhaldinu hjá flestum klifrurum á svæðinu,“ segir hún að lokum.
Vilborg Arna Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira