Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 17-19 | Stjörnuleikur Berglindar í sigri Vals Ingvi Þór Sæmundsson í TM-höllinni skrifar 6. apríl 2015 00:01 Kristín Guðmundsdóttir skoraði níu mörk fyrir Val í kvöld. vísir/valli Valur tók forystuna í einvíginu við Stjörnuna í fyrstu umferð í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta með tveggja marka sigri, 17-19, í leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan byrjaði miklu betur en smám saman unnu Valskonur sig inn í leikinn og eftir frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Valskonur voru einfaldlega klókari, yfirvegaðri og síðast en ekki síst betri en Stjarnan í kvöld. Fyrri hálfleikurinn skiptist í tvo hluta; fyrstu 10 mínúturnar þar sem Stjarnan var með öll völd á vellinum, og síðustu 20 mínúturnar þar sem Valur sneri dæminu sér í vil með vel útfærðum leik. Stjarnan var sem áður sagði einráð á vellinum til að byrja með. Florentina Stanciu varði allt sem á markið kom og lagði grunninn að þeirri myndarlegu fimm marka forystu sem liðið náði. Í stöðunni 6-1 tóku þjálfarar Vals leikhlé og eftir það snerist leikurinn við. Valskonur fóru að finna leiðina framhjá Florentinu og vörn þeirra styrktist. Þar fyrir aftan var Berglind Íris Hansdóttir í góðum gír en hún varði 11 skot í fyrri hálfleik, einu minna en Florentina. Sóknarleikur Stjörnunnar var fullkomlega galinn síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks, þar sem liðið skoraði aðeins þrjú mörk. Valur breytti stöðunni úr 6-1 í 7-9 og gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 9-12. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri og náðu tvívegis fimm marka forskoti. Stjörnukonur náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 12-15, og fengu ótal tækifæri til að saxa enn frekar á forskotið. En þær voru einstaklega klaufalegar í sókninni og þá sérstaklega einni fleiri. Þá varði Berglind frábærlega og lokaði markinu á löngum köflum í leiknum. Hún varði alls 23 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Florentina var litlu síðri í marki Stjörnunnar, en hún varði 20 skot (51%). Stjarnan átti ágætis áhlaup undir lok leiksins en það var of lítið og of seint. Valskonur hleyptu heimakonum aldrei óþægilega nærri sér og lönduðu að lokum tveggja marka sigri, 17-19. Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með níu mörk en Bryndís Elín Wöhler og Íris Ásta Pétursdóttir komu næstar með fjögur mörk hvor. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna en Sólveig Lára Kjærnested, Þórhildur Gunnarsdóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir komu þar á eftir með þrjú mörk hver. Sú síðastnefnda nýtti sínar mínútur ágætlega og hefði að ósekju mátt spila meira. Liðin mætast öðru sinni í Vodafone-höllinni á miðvikudagskvöldið.Vísir/ValliRakel: 19 mörk fengin á sig eiga að duga til sigurs Rakel Dögg Bragadóttir, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sóknarleikinn hafa orðið liðinu að falli í tapinu fyrir Val í kvöld. "Heilt yfir var þetta mjög slakur leikur hjá okkur. Við byrjuðum reyndar frábærlega og það var mikil stemmning og barátta í liðinu," sagði Rakel en eftir tíu mínútna leik var staðan 6-1, Stjörnunni í vil. En þá snerist leikurinn algjörlega við. "Svo gerist eitthvað á 10. mínútu þegar þær skora tvö mörk í röð. Þá er eins og liðið hrökkvi í einhvern baklás og við náðum ekki að vinna okkur út úr því, sama hvað við reyndum. "Við náðum ekki að hrista þetta af okkur og það gengur ekki á móti svona liði eins og Val," sagði Rakel sem var þó ánægð með varnarleikur Stjörnunnar í kvöld sem og markvörslu Florentinu Stanciu. "Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu 19 mörk fengin á sig að duga til sigurs. Vörnin var flott í dag en við fengum á okkur alltof mörg hraðaupphlaupsmörk. "Sjö af 12 mörkum Vals í fyrri hálfleik komu eftir hraðaupphlaup og þau komu til vegna þess að sóknin gekk illa." Rakel segir að Stjarnan verði að fækka töpuðum boltum í öðrum leik liðanna á miðvikudagskvöldið. "Við gerðum alltof marga tæknifeila í dag og þurfum að fækka þeim. Og svo þurfum við að nýta færin okkar betur. Við fengum góð færi í dag, bæði af sex og níu metrum, en klikkuðum á þeim."Vísir/ValliBerglind: Hafði ekki miklar áhyggjur Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, var að vonum sátt með sigurinn á Stjörnunni í TM-höllinni í kvöld. Heimakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 6-1 en Íslandsmeistarar Vals sneru dæminu sér í vil og réðu ferðinni síðustu 50 mínútur leiksins. "Við byrjuðum en ekki vel, en okkur leið þó aldrei illa því við vorum að skapa okkur færi. Við nýttum þau bara ekki en við vissum að á endanum myndi þetta detta inn. "Ég hafði ekki of miklar áhyggjur meðan við vorum að skapa okkur færi," sagði Berglind sem hrósaði stöllu sinni í marki Stjörnunnar, Florentinu Stanciu, sem varði 20 skot í leiknum. "Florentina var að verja vel en við þurftum bara að vera rólegri í færunum. Og mér fannst það takast stærstan hluta af leiknum. "Hún er auðvitað frábær markvörður og á alltaf eftir að verja sína 20 bolta," sagði Berglind sem átti sjálf frábæran leik. Hún sagðist að fundið sig vel eftir erfiða byrjun. "Þetta gekk bara ágætlega þegar ég var búin að finna taktinn. Það var bara eins og með restina af liðinu, ég var ekki alveg með í byrjun. "En um leið og við fórum að vinna betur saman og vörnin small betur þá fylgdi markvarslan með." Næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn og Berglind segir Valskonur ákveðnar í að klára dæmið þá, á sínum eigin heimavelli. "Það er markmiðið. Það væri frábært að ná því. En Stjarnan er með ótrúlega gott lið, þannig að það verður hörkuleikur." Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
Valur tók forystuna í einvíginu við Stjörnuna í fyrstu umferð í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta með tveggja marka sigri, 17-19, í leik liðanna í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Stjarnan byrjaði miklu betur en smám saman unnu Valskonur sig inn í leikinn og eftir frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Valskonur voru einfaldlega klókari, yfirvegaðri og síðast en ekki síst betri en Stjarnan í kvöld. Fyrri hálfleikurinn skiptist í tvo hluta; fyrstu 10 mínúturnar þar sem Stjarnan var með öll völd á vellinum, og síðustu 20 mínúturnar þar sem Valur sneri dæminu sér í vil með vel útfærðum leik. Stjarnan var sem áður sagði einráð á vellinum til að byrja með. Florentina Stanciu varði allt sem á markið kom og lagði grunninn að þeirri myndarlegu fimm marka forystu sem liðið náði. Í stöðunni 6-1 tóku þjálfarar Vals leikhlé og eftir það snerist leikurinn við. Valskonur fóru að finna leiðina framhjá Florentinu og vörn þeirra styrktist. Þar fyrir aftan var Berglind Íris Hansdóttir í góðum gír en hún varði 11 skot í fyrri hálfleik, einu minna en Florentina. Sóknarleikur Stjörnunnar var fullkomlega galinn síðustu 20 mínútur fyrri hálfleiks, þar sem liðið skoraði aðeins þrjú mörk. Valur breytti stöðunni úr 6-1 í 7-9 og gestirnir leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 9-12. Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þær enduðu þann fyrri og náðu tvívegis fimm marka forskoti. Stjörnukonur náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 12-15, og fengu ótal tækifæri til að saxa enn frekar á forskotið. En þær voru einstaklega klaufalegar í sókninni og þá sérstaklega einni fleiri. Þá varði Berglind frábærlega og lokaði markinu á löngum köflum í leiknum. Hún varði alls 23 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Florentina var litlu síðri í marki Stjörnunnar, en hún varði 20 skot (51%). Stjarnan átti ágætis áhlaup undir lok leiksins en það var of lítið og of seint. Valskonur hleyptu heimakonum aldrei óþægilega nærri sér og lönduðu að lokum tveggja marka sigri, 17-19. Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með níu mörk en Bryndís Elín Wöhler og Íris Ásta Pétursdóttir komu næstar með fjögur mörk hvor. Helena Rut Örvarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna en Sólveig Lára Kjærnested, Þórhildur Gunnarsdóttir og Guðrún Erla Bjarnadóttir komu þar á eftir með þrjú mörk hver. Sú síðastnefnda nýtti sínar mínútur ágætlega og hefði að ósekju mátt spila meira. Liðin mætast öðru sinni í Vodafone-höllinni á miðvikudagskvöldið.Vísir/ValliRakel: 19 mörk fengin á sig eiga að duga til sigurs Rakel Dögg Bragadóttir, annar þjálfari Stjörnunnar, sagði sóknarleikinn hafa orðið liðinu að falli í tapinu fyrir Val í kvöld. "Heilt yfir var þetta mjög slakur leikur hjá okkur. Við byrjuðum reyndar frábærlega og það var mikil stemmning og barátta í liðinu," sagði Rakel en eftir tíu mínútna leik var staðan 6-1, Stjörnunni í vil. En þá snerist leikurinn algjörlega við. "Svo gerist eitthvað á 10. mínútu þegar þær skora tvö mörk í röð. Þá er eins og liðið hrökkvi í einhvern baklás og við náðum ekki að vinna okkur út úr því, sama hvað við reyndum. "Við náðum ekki að hrista þetta af okkur og það gengur ekki á móti svona liði eins og Val," sagði Rakel sem var þó ánægð með varnarleikur Stjörnunnar í kvöld sem og markvörslu Florentinu Stanciu. "Undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu 19 mörk fengin á sig að duga til sigurs. Vörnin var flott í dag en við fengum á okkur alltof mörg hraðaupphlaupsmörk. "Sjö af 12 mörkum Vals í fyrri hálfleik komu eftir hraðaupphlaup og þau komu til vegna þess að sóknin gekk illa." Rakel segir að Stjarnan verði að fækka töpuðum boltum í öðrum leik liðanna á miðvikudagskvöldið. "Við gerðum alltof marga tæknifeila í dag og þurfum að fækka þeim. Og svo þurfum við að nýta færin okkar betur. Við fengum góð færi í dag, bæði af sex og níu metrum, en klikkuðum á þeim."Vísir/ValliBerglind: Hafði ekki miklar áhyggjur Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals, var að vonum sátt með sigurinn á Stjörnunni í TM-höllinni í kvöld. Heimakonur byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 6-1 en Íslandsmeistarar Vals sneru dæminu sér í vil og réðu ferðinni síðustu 50 mínútur leiksins. "Við byrjuðum en ekki vel, en okkur leið þó aldrei illa því við vorum að skapa okkur færi. Við nýttum þau bara ekki en við vissum að á endanum myndi þetta detta inn. "Ég hafði ekki of miklar áhyggjur meðan við vorum að skapa okkur færi," sagði Berglind sem hrósaði stöllu sinni í marki Stjörnunnar, Florentinu Stanciu, sem varði 20 skot í leiknum. "Florentina var að verja vel en við þurftum bara að vera rólegri í færunum. Og mér fannst það takast stærstan hluta af leiknum. "Hún er auðvitað frábær markvörður og á alltaf eftir að verja sína 20 bolta," sagði Berglind sem átti sjálf frábæran leik. Hún sagðist að fundið sig vel eftir erfiða byrjun. "Þetta gekk bara ágætlega þegar ég var búin að finna taktinn. Það var bara eins og með restina af liðinu, ég var ekki alveg með í byrjun. "En um leið og við fórum að vinna betur saman og vörnin small betur þá fylgdi markvarslan með." Næsti leikur liðanna er á miðvikudaginn og Berglind segir Valskonur ákveðnar í að klára dæmið þá, á sínum eigin heimavelli. "Það er markmiðið. Það væri frábært að ná því. En Stjarnan er með ótrúlega gott lið, þannig að það verður hörkuleikur."
Olís-deild kvenna Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira