Telja umsókn um ESB og yfirlýsingu um evru auðvelda afnám hafta Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 18:30 Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn. Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira