Telja umsókn um ESB og yfirlýsingu um evru auðvelda afnám hafta Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2015 18:30 Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn. Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Ákvörðun um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru síðar felur í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta heldur en afnám hafta við núverandi aðstæður með krónu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu KPMG. Út er komin skýrslan „Úr höftum með evru?“. Skýrslan, sem er greining á ólíkum sviðsmyndum við afnám hafta, var unnin í fjórum vinnuhópum en KPMG bar ábyrgð á niðurstöðunum og hafði ritstjórn með verkinu. Árið 2012 komst Seðlabanki Íslands að þeirri niðurstöðu að innganga í ESB og upptaka evru væri raunhæfasti valkostur Íslendinga annar en íslenska krónan í skýrslunni „Valkostir Íslands í gjaldmiðils og gengismálum“. Því voru aðrir kostir í gjaldmiðlamálum en tvíhliða upptaka evru ekki skoðaðir í sviðsmyndagreiningu KPMG. Sviðsmyndagreiningin leiddi í ljós að hröð losun gjaldeyrishafta hefur í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu sem orsakast að miklu leyti af þróun íslensku krónunnar. En í niðurstöðu kafla skýrslunnar segir: „Samanburður þessara greininga leiðir hins vegar í ljós að sveiflurnar yrðu vægari og síður öfgafullar í umhverfi þar sem upptaka evru er í farvatninu.“ Síðan segir: „Af niðurstöðum þessarar greiningar og samanburði við fyrri greiningu má draga þá ályktun að ákvörðun um inngöngu í ESB með upptöku evru feli í sér heppilegra umhverfi til losunar hafta með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg. Jafnframt virðist auðveldara að losa fjármagnshöftin hratt með upptöku evru í farvatninu og efnahagssveiflur við hraða losun verða minni.“Svanbjörn Thoroddsen einn eigenda ráðgjafarsviðs KPMG.„Það virðist nokkuð ljóst að við þá stöðu að gert er ráð fyrir að taka upp evru í framhaldi af inngöngu í Evrópusambandið þá er minni hætta á að það verði öfgakennd viðbrögð við afnámi hafta. Það má reikna með að í framhaldi af losun hafta verði meira jafnvægi, minni sveiflur hvort sem það er gengi gjaldmiðla eða annarra mikilvægra þátta í efnahagskerfinu,“ segir Svanbjörn Thoroddsen eigandi hjá ráðgjafarsviði KPMG sem hafði yfirumsjón með útgáfu skýrslunnar. Svanbjörn segir að trúverðugleikinn skipti mestu máli við afnám hafta. Minni líkur séu á flótta fyrirtækja úr landi ef yfirlýst markmið um aðild að ESB og upptöku evru liggi fyrir. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af við afnám hafta er áframhaldandi brotthvarf íslenskra fyrirtækja, sérstaklega ef afnám hafta gerist á sérstaklega löngu tímabili. Þá sjáum við áfram innlend fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum fara af landi brott með sínar höfuðstöðvar og sína starfsemi. Ef það er trúverðug áætlun um afnám hafta til staðar þá er minni hætta á að innlend fyrirtæki fari af landi brott,“ segir Svanbjörn.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira