Leit að líkamsleifunum hætt

Rannsakendur segja leitina hafa gengið erfiðlega. Aðstæður voru slæmar og brak úr vélinni dreifðist víða. Því var frá upphafi talið ólíklegt að hægt yrði að bera kennsl á líkamsleifar allra fórnarlambanna í vélinni. Ekki hefur eitt lík fundist í heilu lagi. Þá er enn unnið að því að fjarlægja brak vélarinnar af vettvangi.
Annar tveggja flugrita vélarinnar fannst í gær eftir mikla leit. Staðfestist þar með að um viljaverk aðstoðarflugmannsins hafi verið að ræða. Læsti hann flugstjórann fyrir utan flugstjórnarklefann og flaug vísvitandi á fjall. Um borð voru 150 en enginn komst lífs af.
Tengdar fréttir

Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða
Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum.

Hafði sagt Lufthansa frá veikindum sínum
Aðstoðarflugmaður Germanwings upplýsti Lufthansa árið 2009 um þunglyndi sitt og tók sér því nokkurra mánaða frí frá vinnu.

Kennsl borin á fórnarlömbin fyrir vikulok
Líkamsleifar hafa verið fjarlægðar og borin verða kennsl á þær í vikunni.

„Opnaðu helvítis dyrnar!“
Afrit af samtali aðstoðarflugmannsins Andreas Lubitz við flugstjóra flugvélar Germanwings hefur verið birt í þýska dagblaðinu Bild am Sonntag.

Vara við fordómum gagnvart þunglyndum
Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz
Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.