NBA: Meistararnir óstöðvandi - Sæti OKC í úrslitakeppninni í hættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 07:00 Kawhi Leonard er að spila frábærlega þessa dagana. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta líta betur og betur út því nær sem dregur úrslitakeppninni og virðist sem liðið sé að toppa á hárréttum tíma. Það rassskellti topplið Golden State fyrir nokkrum dögum og vann svo áttunda sigurinn í röð í nótt þegar það lagði OKC Thunder auðveldlega á útivelli, 113-88. Einn stærsti þátturinn í upprisu Spurs er frammistaða Kawhi Leonard sem er kominn í sama form og hann var í úrslitakeppninni í fyrra þegar hann var kjörinn besti leikmaðurinn í lokaúrslitunum gegn Miami. Leonard skoraði 26 stig í nótt og jafnaði með því persónulegt met sitt yfir stigaskor í einum leik. Það er þó helst varnarleikur Leonards sem hefur verið stórkostlegur undanfarnar vikur, en hann stal þremur boltum í nótt. Gregg Popvich, þjálfari San Antonio, var mjög ánægður með Leonard í nótt, sérstaklega þegar hann gerði ekkert mikið úr troðslu sinni eftir að hafa stolið boltanum og farið sjálfur upp allan völlinn. „Hann steytti ekki hnefa og reyndi að sýnast svalur eða gera eitthvað af þessum heimskulegu hlutum. Hann gerði ekki neitt. Hann fór bara aftur í vörn eins og honum leiddist. Ég elska þetta við hann,“ sagði Gregg Popovich.Anthony Davis kemur til greina sem besti leikmaður NBA-deildarinnar.vísir/epaSan Antonio er í sjötta sæti vesturdeildarinnar með 52 sigra og 26 töp, aðeins hálfum leik á eftir LA Clippers sem hékk á fimmta sætinu með fimm stiga sigri á samborgurum sínum í Lakers, 105-100. Russell Westbrook hafði tiltölulega hægt um sig í liði OKC í nótt, en hann skoraði 17 stig og stal 6 boltum. Með tapinu missti Thunder áttunda sætið til New Orleans Pelicans sem vann sterkan heimasigur á efsta liði NBA-deildarinnar, Golden State. Anthony Davis, framherjinn magnaði í liði New Orleans, skoraði 29 stig í leiknum og tók 10 fráköst, en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik eftir að hafa átt í basli í þeim fyrri. Quincy Pondexter bætti við 20 stigum fyrir heimamenn. Stephen Curry skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir toppliði og Draymond Green skoraði 24 stig og tók 14 fráköst, en hann hefur eins og margir aðrir í Golden State-liðinu spilað frábærlega í vetur. Eins og staðan er akkurat núna myndu Golden State og New Orleans mætast í úrslitakeppninni en liðin eiga öll fjóra til fimm leiki eftir. Það gæti orðið áhugaverð rimma því Anthony Davis var mjög óánægður með hvernig Golden State mætti til leiks í nótt og sendi leikmönnum liðsins pillu í viðtali við FOX. „Þeir héldu að þetta yrði eins og einhver æfingaleikur en við höfum sýnt að við getum unnið þá,“ sagði Davis, en fréttamaður Fox sagðist svo hafa heimildir fyrir því að ónefndur leikmaður Golde State hafi sagt við varamannabekk New Orleans að gestirnir myndu vinna auðveldan sigur.Úrslit næturinnar: Miami Heat - Charlotte Hornets 105-100 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 103-100 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 88-113 Sacramento Kings - Minnesota Timberwolves 116-111 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 105-100Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti