Vilja vinna gegn ofbeldi meðal innflytjenda og vinna olíu á Drekasvæðinu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. apríl 2015 12:23 Framsóknarflokkurinn heldur flokksþing um helgina þar sem stefnan verður mörkuð. Vísir/Pjetur Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“. Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Framsóknarflokkurinn ætlar að vinna gegn ofbeldi í garð og á meðal innflytjenda verði drög að ályktunum flokksþings Framsóknar samþykkt um helgina. Drögin hafa verið birt á vefsíðu flokksins en þar er nokkuð fjallað um innflytjendamál. Tungumálið lykillinn að aðlögun innflytjenda Lagt verður til á flokksþingi Framsóknarflokksins að innflytjendum verði gert auðveldara að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og aðlagast því. „Þekking á tungumálinu er lykkillinn að fullri þátttöku í samfélaginu og því að innflytjendur geti nýtt hæfileika sína til fulls,“ segir í ályktunardrögum. Í þessu skyni á að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur og styrkja móðurmálskennslu hjá nemendum af erlendum uppruna í skólakerfinu. Í ályktunardrögunum segir að Framsóknarflokkurinn vilji stuðla að því að fjölbreyttur bakgrunnur fólks leiði til betri og samkeppnishæfari vinnumarkaðar og að ólík færni starfandi fólks ýti undir framþróun atvinnulífs og skili árangri fyrir samfélagið allt. Sjá tækifæri í hlýnun jarðar Umhverfismál fá einnig nokkra umfjöllun í drögunum. Hlýnandi loftslag skapar ný og spennandi sóknarfæri, að því er kemur fram í þeim. Þar segir að horfa eigi til garðyrkju með það fyrir augum að gera Ísland að mestu sjálfbært um grænmeti. Í drögunum er einnig hvatt til þess að tækifæri til olíuvinnslu á Drekasvæðinu verði könnuð til hlítar og hagnýtt, gefi rannsóknir tilefni til þess. „Komi til vinnslu skal gæta ýtrustu umhverfisvarúðar enda eiga Íslendingar mikið undir auðlindum hafsins,“ segir í ályktunardrögunum. Þar er sleginn annar tónn en bæði Samfylking og Vinstri græn hafa gert en báðir flokkar hafa hafnað olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Meðal annars vegna umhverfissjónarmiða. Framsóknarflokkurinn stefnir þó að því að draga úr loftlagsmengun, samkvæmt drögunum, líkt og vinstri flokkarnir. Vilja skoða sæstreng til Evrópu Í ályktunardrögunum kallar Framsóknarflokkurinn eftir opinberri stefnumörkun um lagningu sæstrengs til rafmagnsflutnings á milli Íslands og Bretlandseyja og skiptingu mögulegs ábata. Samkvæmt drögunum hefur flokkurinn varhugavert að ráðast í framkvæmdir sem stórhækka raforkuverð innanlands en að hugmyndin sé áhugaverð og gæti aukið hagsæld landsmanna. Þingmenn Framsóknar hafa áður lýst yfir efasemdum um hugmyndir um rafmagnsstreng til Evrópu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknar, sagði til að mynda í umræðum um lagningu sæstrengs til Bretlands á þingi 2013 að með því að leggja sæstreng til Bretlands værum við að gjaldfella eigin orku og „menga hana með þessari skítugu orku sem þarna er að finna“.
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Framsóknarflokkurinn Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira