Þjálfarastarfið er lífsstíll | Kíkt á bak við tjöldin hjá Nordsjælland 30. mars 2015 14:09 Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið. Fótbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Vísir kíkti í heimsókn í Íslendinganýlenduna hjá danska liðinu FC Nordjsælland á dögunum. Ólafur Kristjánsson þjálfar liðið en með því leika Guðjón Baldvinsson, Guðmundur Þórarinsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson. Ólafur hafði unnið áður fyrir félagið og meðal annars njósnað fyrir þá er liðið keppti í Meistaradeildinni. Það kom því ekki mörgum á óvart er hann fékk tækifærið. „Þetta er skipulagt félag sem hefur metnað að vera á toppnum en ekki endilega meistari á hverju ári. Félagið skilgreinir sig sem uppeldisfélag," segir Ólafur og bætir við að félagið vilji sjá liðið spila góðan fótbolta og ala upp leikmenn. „Þetta er ungt félag og því erum við í neðri hlutanum með aðsókn og stemningu. Miðað við að þetta sé fjölskyldufélag þá byggist upp kjarni sem endar á því að verða harðir stuðningsmenn félagsins. Við eigum samt langt í land." Þjálfarinn segir líf sitt hafa breyst talsvert eftir að hafa orðið þjálfari hjá atvinnumannafélagi þar sem hann er með marga aðstoðarmenn. „Ég er að breytast úr B-manneskju í A. Ég reyni að mæta í vinnuna um sjö. Svo er ég kominn heim fyrir um kvöldmat venjulega. Að vera þjálfari er ekki eins og vinna. Þetta er lífsstíll og þetta er alltaf í hausnum á manni." Strákarnir bera Ólafi vel söguna. „Óli er taktískasti þjálfari sem ég hef kynnst. Hann elskar taktík. Hann er nútímalegur þjálfari sem vill spila boltanum með jörðinni," segir Rúnar Alex meðal annars í innslaginu. Guðmundur Þórarinsson hefur sífellt verið að bæta sinn leik. Var góður með U-21 árs liðinu og vill fara að fá tækifæri með A-landsliðinu. „Mér finnst ég eiga skilið að vera búinn að fá sénsinn hjá landsliðinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það er eitthvað sem ég horfi á og vill vera hluti af," segir Guðmundur. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Það voru þeir Garðar Örn Arnarson og Viggó Hansson sem hittu strákana í Danmörku en Stefán Snær Geirmundsson klippti innslagið.
Fótbolti Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira