Roy Hodgson hefur tekið markverðina Robert Green og Jack Butland og vinstri bakvörðinn Danny Rose inn í enska landsliðshópinn sem mætir Litháen og Englandi síðar í mánuðinum.
Fraser Forster, markvörður Southampton, meiddist á hné í sigri liðsins á Burnley í gær og því ákvað Hodgson að hóa í þá Green og Butland.
Green, sem leikur með QPR, hefur leikið 12 landsleiki en hann var um tíma aðalmarkvörður Englands. Butland, sem er varamarkvörður hjá Stoke, á hins vegar einn landsleik að baki.
Rose, sem leikur með Tottenham, kemur inn í hópinn í stað Luke Shaw, leikmanns Manchester United. Rose á enn eftir að leika sinn fyrsta A-landsleik en hann hefur leikið fjölmarga leiki með yngri landsliðum Englands, auk þess sem hann lék með landsliði Bretlands á Ólympíuleikunum í London 2012.
England tekur á móti Litháen á Wembley í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Fjórum dögum síðar mætir enska liðið því ítalska í vináttulandsleik.
Green aftur í landsliðið | Butland og Rose einnig kallaðir til
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
