Freyr búinn að velja Hollands-hópinn 24. mars 2015 16:36 Freyr Alexandersson. vísir/valli Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Um vináttulandsleik er að ræða og fer leikurinn fram í Kórnum þann 4. apríl næstkomandi. Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Þjóðirnar munu svo leika vináttulandsleik í Hollandi á næsta ári. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru leikjahæstu leikmenn hópsins en þær hafa báðar leikið 97 landsleiki. Síðast léku þjóðirnar í úrslitakeppni EM í Svíþjóð árið 2013 og þá hafði Ísland betur, 1–0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þjóðirnar hafa einu sinni áður mæst í Kórnum, árið 2009, í vináttulandsleik. Honum lyktaði með jafntefli, 1 – 1. Holland undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst 6. júní en þar leika þær í riðli með Kína, Nýja Sjálandi og heimastúlkum. Holland mun svo verða gestgjafi úrslitakeppni EM 2017 en dregið verður í riðla undankeppninnar þann 13. apríl næstkomandi og verður Ísland þar í efsta styrkleikaflokki. Holland situr nú í 11. sæti á styrkleikalista FIFA kvenna, fór upp um fjögur sæti á milli lista, en nýr listi verður birtur 27. mars. Holland tók þátt á Kýpurmótinu sem fram fór á sama tíma og Ísland lék á Algarve mótinu. Þar hafnaði liðið í 8. sæti, gerðu jafntefli við Finnland og England en töpuðu gegn Ástralíu og Skotlandi. Hollenska liðið heldur héðan til Noregs þar sem þær leika vináttulandsleik 8. apríl.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström Sandra Sigurðardóttur, StjarnanAðrir leikmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan Anna María Baldursdóttir, Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kopparsberg/Göteborg Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan Dagný Brynjarsdóttir, FC Bayern Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstads Rakel Hönnudóttir, Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, valdi í dag landsliðshópinn sem mun spila gegn Hollandi í byrjun næsta mánaðar. Um vináttulandsleik er að ræða og fer leikurinn fram í Kórnum þann 4. apríl næstkomandi. Þetta verður í áttunda skiptið sem þjóðirnar eigast við hjá en Ísland hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í viðureignunum hingað til, einu sinni hefur orðið jafntefli og einu sinni hefur Holland haft betur. Þjóðirnar munu svo leika vináttulandsleik í Hollandi á næsta ári. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru leikjahæstu leikmenn hópsins en þær hafa báðar leikið 97 landsleiki. Síðast léku þjóðirnar í úrslitakeppni EM í Svíþjóð árið 2013 og þá hafði Ísland betur, 1–0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Þjóðirnar hafa einu sinni áður mæst í Kórnum, árið 2009, í vináttulandsleik. Honum lyktaði með jafntefli, 1 – 1. Holland undirbýr sig nú af kappi fyrir úrslitakeppni HM í Kanada sem hefst 6. júní en þar leika þær í riðli með Kína, Nýja Sjálandi og heimastúlkum. Holland mun svo verða gestgjafi úrslitakeppni EM 2017 en dregið verður í riðla undankeppninnar þann 13. apríl næstkomandi og verður Ísland þar í efsta styrkleikaflokki. Holland situr nú í 11. sæti á styrkleikalista FIFA kvenna, fór upp um fjögur sæti á milli lista, en nýr listi verður birtur 27. mars. Holland tók þátt á Kýpurmótinu sem fram fór á sama tíma og Ísland lék á Algarve mótinu. Þar hafnaði liðið í 8. sæti, gerðu jafntefli við Finnland og England en töpuðu gegn Ástralíu og Skotlandi. Hollenska liðið heldur héðan til Noregs þar sem þær leika vináttulandsleik 8. apríl.Hópurinn:Markverðir: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Lilleström Sandra Sigurðardóttur, StjarnanAðrir leikmenn: Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjarnan Anna María Baldursdóttir, Stjarnan Arna Sif Ásgrímsdóttir, Kopparsberg/Göteborg Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan Dagný Brynjarsdóttir, FC Bayern Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstads Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstads Rakel Hönnudóttir, Breiðablik Sara Björk Gunnarsdóttir, FC Rosengård
Íslenski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira