Innlent

Nexpo verðlaunin afhent á morgun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunað er fyrir árangur í vef- og markaðsmálum en í ár verða einnig veitt verðlaun til sprotafyrirtækja.
Þetta er í fimmta sinn sem verðlaunað er fyrir árangur í vef- og markaðsmálum en í ár verða einnig veitt verðlaun til sprotafyrirtækja.
Nexpo verðalunin verða afhent í fimmta sinn í Bíó Paradís annað kvöld. Um er að ræða verðlaun fyrir árangur í vef- og markaðsmálum auk tveggja verðlauna til sprotafyrirtækja.

Tekið var á móti tilnefningum og dómnefnd sigtaði úr niður í fimm í hverjum flokki. Opið er fyrir kosningu á milli þeirra efstuinn á vefsíðunni nexpo.is fram á hádegi á föstudag. Tæknivefurinn Simon.is og Nýherji sjá um skipulagningu verðlaunanna í ár.

Verðlaun eru afhent í átta flokkum en tilnefndir eru eftirfarandi:

Vefhetja ársins

  • Atli Fannar Bjarkason hjá Nútíminn.is

  • Hjálmar Gíslason hjá Datamarket

  • Þorsteinn B. Friðriksson hjá Plain Vanilla Games

  • Ragga nagli líkamsræktarfrömuður

  • Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu



App ársins

  • Strætó appið

  • Meniga appið

  • Sling öppin frá Gangverk

  • Sarpurinn frá RÚV

  • Leggja frá Stokki



Vefur ársins

  • Blær - Blær

  • Ársskýrsla Landsvirkjunar - Landsvirkjun og Skapalón

  • Netbanki Landsbankans - Landsbankinn

  • On.is - ON og Kosmos & Kaos

  • www.Dominos.is - Dominos og Skapalón



Herferð ársins

  • Egils Grape - náttúrulega biturt - Ölgerðin og Pipar/TBWA

  • Örugg borg - UN Women á Íslandi, Síminn og Tjarnargatan

  • Velkomin heim um jólin - Icelandair og Íslenska

  • Hringdu - Ótakmarkað niðurhal - Hringdu og Playmo

  • Nova Snapchat - Nova og Brandenburg



Stafrænt markaðsstarf ársins

  • Nova Snapchat - Nova og Brandenburg

  • Surprise Stopover - Icelandair og Íslenska

  • VÍB - VÍB

  • Egils Grape - Ölgerðin og Pipar/TBWA

  • Apple fyrir Alla - Macland og Hugleikur Dagsson



Óhefðbundna auglýsingin

  • Örugg borg - UN Women á Íslandi, Síminn og Tjarnargatan

  • Ekkitapa.is - KSÍ og Tjarnargatan

  • Hekla Aurora - Icelandair og Íslenska

  • Zombís grafreitur - Kjörís og Brandenburg

  • Sumt breytist - Samsung Mobile á Íslandi og Tjarnargatan



Sprotafyrirtæki

  • Meniga

  • Strimill

  • Plain Vanilla

  • Tagplay

  • Lauf Forks



Besti markaðsárangur sprotafyrirtækis

  • Plain Vanilla Games

  • Meniga

  • Datamarket

  • Bungalo

  • Lauf forks

Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 18.00 á annað kvöld í Bíó Paradís. „Á milli verðlauna verða örfyrirlestrar frá íslenskum sprotum og uppistand frá Hugleiki Dagssyni. Boðið verður upp á léttar veitingar frá Joe & Joice ásamt hressandi Sólberti,“ segir í tilkynningu frá Nexpo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×