„Einn daginn munu allir muna eftir nafni mínu“ Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 11:23 Andreas Lubitz bjó í Düsseldorf og hjá foreldrum sínum í smábænum Montabaur. Vísir/AFP Fyrrverandi kærasta Andreas Lubitz, flugmannsins sem grandaði farþegaþotu í frönsku ölpunum á þriðjudaginn, segir Lubitz hafa verið veikan á geði. Þýska blaðið Bild ræddi við konuna sem starfar sem flugfreyja. „Hann sagði: „Einn daginn ætla ég að gera eitthvað sem breytir öllu kerfinu og allir munu muna eftir nafninu mínu,“ er haft konunni sem kölluð er Maria W. Maria W segir þau Lubitz hafa verið saman í um fimm mánuði á síðasta ári. Hún segir Lubitz hafa þjáðst af martröðum og oftsinnis vaknað upp öskrandi, „Við erum að hrapa!“ Lubitz hafi hins vegar þróað með sér aðferðir til að koma í veg fyrir að fólk sæi hversu veikur hann væri. Hún segir þau Lubitz oft hafa gist saman á hóteli, þar sem þau vildu ekki að upp kæmist um samband þeirra á vinnustaðnum. Hann hafi þó verið umhyggjusamur en kvíðinn vegna slæmra vinnuaðstæðna, fundið fyrir miklum þrýstingi í starfi og á stundum skort peninga. Maria W segist hafa bundið enda á sambandið þar sem henni þótti Lubitz eiga í vandræðum með að stjórna tilfinningum sínum. „Við vorum stundum að ræða saman og svo skyndilega fór hann að öskra á mig. Ég var hrædd. Einu sinni lokaði hann sig inni á baðherberginu í langan tíma.“ Aðspurð um hversu veikur hann hafi í raun og verið verið segir hún: „Hann ræddi ekki mikið um veikindin, annað en að hann leitaði aðstoðar geðlæknis.“ Maria W segist hafa verið slegin þegar hún hafi fengið fréttirnar um að hann hafi grandað vélinni viljandi. Þá segist hann hafa verið mjög þunglyndur eftir að hafa gert sér grein fyrir því að andleg vandamál hans þýddu líklegast að hann gæti ekki orðið flugstjóri. „Hann vildi ekki viðurkenna að draumur hans um að verða flugstjóri myndi ekki rætast.“ Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Andreas Lubitz, flugmannsins sem grandaði farþegaþotu í frönsku ölpunum á þriðjudaginn, segir Lubitz hafa verið veikan á geði. Þýska blaðið Bild ræddi við konuna sem starfar sem flugfreyja. „Hann sagði: „Einn daginn ætla ég að gera eitthvað sem breytir öllu kerfinu og allir munu muna eftir nafninu mínu,“ er haft konunni sem kölluð er Maria W. Maria W segir þau Lubitz hafa verið saman í um fimm mánuði á síðasta ári. Hún segir Lubitz hafa þjáðst af martröðum og oftsinnis vaknað upp öskrandi, „Við erum að hrapa!“ Lubitz hafi hins vegar þróað með sér aðferðir til að koma í veg fyrir að fólk sæi hversu veikur hann væri. Hún segir þau Lubitz oft hafa gist saman á hóteli, þar sem þau vildu ekki að upp kæmist um samband þeirra á vinnustaðnum. Hann hafi þó verið umhyggjusamur en kvíðinn vegna slæmra vinnuaðstæðna, fundið fyrir miklum þrýstingi í starfi og á stundum skort peninga. Maria W segist hafa bundið enda á sambandið þar sem henni þótti Lubitz eiga í vandræðum með að stjórna tilfinningum sínum. „Við vorum stundum að ræða saman og svo skyndilega fór hann að öskra á mig. Ég var hrædd. Einu sinni lokaði hann sig inni á baðherberginu í langan tíma.“ Aðspurð um hversu veikur hann hafi í raun og verið verið segir hún: „Hann ræddi ekki mikið um veikindin, annað en að hann leitaði aðstoðar geðlæknis.“ Maria W segist hafa verið slegin þegar hún hafi fengið fréttirnar um að hann hafi grandað vélinni viljandi. Þá segist hann hafa verið mjög þunglyndur eftir að hafa gert sér grein fyrir því að andleg vandamál hans þýddu líklegast að hann gæti ekki orðið flugstjóri. „Hann vildi ekki viðurkenna að draumur hans um að verða flugstjóri myndi ekki rætast.“
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“