LeBron spilaði án hárbandsins en Cleveland vann samt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2015 07:30 LeBron James sýndi kollvikin og flott tilþrif í nótt vísir/getty Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu: NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Cleveland Cavaliers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta, en liðið vann sjöunda leikinn af síðustu tíu í nótt þegar það lagði Dallas Mavericks örugglega á útivelli, 127-94. Saga leiksins var furðuleg; LeBron James spilaði án hárbandsins sem er fyrir löngu orðið einkennismerki hans. En án hárbandsins spilaði hann engu að síður frábærlega eins og allt byrjunarlið Cleveland. LeBron skoraði 27 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, en fjórir af fimm byrjunarliðsmönnum Cleveland skoruðu yfir 20 stig. Kyrie Irving var næststigahæstur með 22 stig en Kevin Love skoraði 21 stig og tók 14 fráköst. Ekki einu sinni David Blatt, þjálfari Cleveland, vissi af hverju LeBron ákvað að spila án hárbandsins í nótt. „Ég er samt að fíla þetta. Hann spilaði frábærlega,“ sagði Blatt, en Cleveland-liðið er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar á eftir Atlanta Hawks. Hárbands-laus LeBron fer á kostum: Svo virðist sem meistarar San Antonio Spurs séu að vakna til lífsins á réttum tíma. Liðið vann tíu stiga heimasigur á Toronto, 117-107, í nótt sem var jafnframt sjötti sigurleikur liðsins í röð. Kawhi Leonard var með tvennu fyrir heimamenn en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Leikstjórnandinn Tony Parker gældi einnig við tvennuna með 23 stig og 9 stoðsendingum. Toronto hefur fatast flugið í austurdeildinni þar sem það er nú í fjórða sæti eftir fjóra tapleiki í röð. Kyle Lowry var langbesti leikmaður liðsins í nótt og skoraði 32 stig. San Antonio færist hægt og þétt upp töfluna í vestrinu og er komið upp í sjötta sæti, aðeins hálfum leik á eftir Los Angeles Clippers og tveimur leikjum á eftir Portland sem er í fjórða sætinu. Kawhi Leonard setur Tyler Hansbrough á veggspjald: New Orleans Pelicans hafa ekki sagt sitt síðasta í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en liðið vann 20 stiga útisigur í Brooklyn í nótt, 111-91. Þetta var liðssigur hjá gestunum þar sem allt byrjunarliðið skoraði tólf stig eða meira. Stigahæstir voru Quincy Pondexter og Alexis Ajinca með 17 stig en Anthony Davis hafði hægt um sig og skoraði aðeins 15 stig. Pelíkanarnir eru í níunda sæti vestursins með 36 sigra og 29 töp. Þeir hafa unnið fleiri leiki en Oklahoma City en eru undir á fleiri töpuðum leikjum.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Orlando Magic 118-86 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 91-111 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 94-127 San Antonio Spurs - Toronto Raptors 117-107 Utah Jazz - New York Knicks 87-72 LA Lakers - Detroit Pistons 93-85Staðan í deildinni.Wayne Ellington með fallega stoðsendingu:
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti