Innlent

Stjórnarandstaðan sendi Evrópusambandinu bréf

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Formenn stjórnarandstöðuflokka á þingi segja ákvörðun ríkisstjórnarinnar ekki í samræmi við ákvarðanir þingsins.
Formenn stjórnarandstöðuflokka á þingi segja ákvörðun ríkisstjórnarinnar ekki í samræmi við ákvarðanir þingsins. Vísir
Formenn stjórnarandstöðuflokkana á Alþingi hafa sent sameiginlegt bréf til þriggja stofnanna Evrópusambandsins þar sem fram kemur að ríkisstjórnin hafi ekki haft umboð þings né þjóðarinnar til að breyta stöðu Íslands gagnvart sambandinu.



Bréfið er undirritað af Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Guðmundi Steingrímssyni, formanni Bjartrar framtíðar, Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, og Birgittu Jónsdóttur, kapteini Pírata.



Í tilkynningu frá Árna Páli vegna bréfsins segir að í fundi þingflokksformanna hafi þess verið óskað að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, kæmi þeim skýru skilaboðum á framfæri við sambandið að bréf stjórnarinnar frá því í gær ætti ekki stoð í ákvörðunum Alþingis og að ályktun þingsins frá 2009, um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, væri enn í fullu gildi. „Því var hafnað,“ skrifar hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×