Fékk ekki að fljúga í dag út af óveðrinu í gær Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2015 16:38 Anna Kristín missti af skírn barnabarns síns vegna mistaka hjá Icelandair. Vísir/Pjetur Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag. Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Kona sem var á leið með Icelandair til London í morgun til að vera viðstödd skírn barnabarn síns fékk ekki að fljúga með félaginu vegna óveðursins í gær. Það kom ekki í ljós fyrr en hún reyndi að skrá sig inn í flugið á Keflavíkurflugvelli í morgun en hún fékk engar skýringar á breytingunum. „Það er verið að fara að skíra barnabarnið mitt,“ segir Anna Kristín Kristinsdóttir sem átti bókað flug til London með Icelandair um klukkan níu í morgun. „Ég er með veisluföngin fyrir skírnarveisluna í töskunni minni,“ segir hún en sérstök íslensk messa var klukkan tvö í dag þar sem barnið var skírt. Var ekki látin vita Anna segist hafa reynt að skrá sig inn í flugið í sjálfsafgreiðsluvél sem er á flugvellinum en það hafi ekki gengið. Þá hafi hún beðið í röð þar við innskráningarborðin og þegar kom að henni var henni tilkynnt að hún fengi ekki sæti í vélinni. „Ég spurði hvernig stæði á því og fékk þau svör að það væri út af veðrinu í gær,“ segir hún. Þjónustufulltrúinn gaf henni kost á að fá flug klukkan eitt eftir hádegi á morgun. Hún segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju tafir á flugi í gær hefðu áhrif á hennar bókun. „Ég er búin að eiga bókað far síðan 18. nóvember,“ segir Anna sem furðar sig á vinnubrögðum Icelandair . Hún segist hafa farið fram á endurgreiðslu á miðanum en fengið þau svör að beiðni um slíkt tæki fjórar til fimm vikur í afgreiðslu. Mannleg mistök segir Icelandair Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair , segir félagið harma mistökin. „Það voru gerð mistök í tölvuvinnslu sem veldur því að fólk sem átti bókað var sett á biðlista á sínu flugi,“ segir hann. „En þetta eru mistök sem við hörmum og við reynum að bæta fyrir.“ Guðjón segir að mistökin hafi haft áhrif á fáa, um tíu manns. Hann segir að það verði unnið úr því með hverjum og einum hvernig félagið bætir fyrir mistökin. „Þetta eru mannleg mistök við tölvuvinnslu,“ segir upplýsingafulltrúinn . Samkvæmt upplýsingum frá Önnu hefur ekki verið haft samband við hana eftir að hún fór af Keflavíkurflugvelli í dag.
Veður Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira