„Í afneitun um hvað þetta er glatað ástand“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. mars 2015 18:00 Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Vísir Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara." Veður Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Veðrið hefur ekki beint leikið við landsmenn nú um helgina, en Veðurstofan hefur gefið út aðra stormviðvörun þar sem búist er við meira en 20 metrum á sekúndu sunnanlands síðdegisog víðar um land í nótt og fram á mánudagsmorgun. Lífið á Vísi fór á stúfana og grennslaðist fyrir um hvað fólk hefði fyrir stafni í óveðrinu. Árni VilhjálmssonVÍSIR/ANDRI MARINÓ Í afneitun Árni Vilhjálmsson úr hljómsveitinni FM Belfast sagðist hanga mikið á Twitter.„Ég reyni að tala sem minnst um veðrið og fer í afneitun um hvað þetta er glatað ástand. Auk þess sem ég tékka reglulega á því hvort veðrið sé nokkuð of slæmt fyrir pizzusendla Domino's."Vísir/GVAÞægileg innivinnaValgerður Bjarnadóttir, alþingiskona, segist heppin að hafa innivinnu í svona veðri. „Ég er nú svo heppin að vera í þægilegri innivinnu, svo veðrið hefur ekki mikil áhrif á það,“ segir þingkonan. „Ef veðrið verður mjög slæmt finnst mér nú samt best og öruggast að breiða sængina upp yfir haus."Veðrið er afstættÞórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og fyrirlesari, lét sig dreyma um sólarstrendur. „Ég bölvaði veðrinu og lét mig dreyma svolítið um Tenerife, viðurkenni ég. Fyrirlestrarnir mínir Ber það sem eftir er - um sexting, hefndarklám og netið voru engu að síður vel sóttir, blessunarlega, og er ég þakklát foreldrum sem létu veðurguðina ekki aftra sér.“ Í gær var jógatíminn minn felldur niður vegna veðurs, svo ég skellti mér í sund í staðinn. Þar var fullt út úr dyrum og glaðlegur starfsmaður tjáði mér að það stafaði af „góða veðrinu.“ Lærdómurinn sem draga má af þessu er hvað veðrið er innilega afstætt á Íslandi."Þórir SæmundssonByggði virki og drakk kakóÞórir Sæmundsson, leikari reyndi fyrir sér á Twitter. „Ég byggði virki úr koddum, sængum og dýnum. Drakk kakó, horfði á Toy Story og hlustaði á fréttir. Svo las ég Twitter, horfði út um gluggann og reyndi að láta mér detta í hug fyndin tíst með kassmerkinu #lægðin. Gekk miðlungs vel."Steinunn til hægri, ásamt Sölku Sól.Kökubakstur og mótmæliSteinunn Jónsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Amaba Dama fór að mótmæla.„Í gær var ég heima að kubba og baka köku.Í dag fagnaði ég lægðarleysinu og fór í sund með soninn og að mótmæla á Austurvelli." Steinunn var ekki sú eina sem mætti á Austurvöll en talið er að nokkur þúsund manns hafi mótmælt eins og sjá má hér.Saga GarðarsdóttirSaga Garðarsdóttir, leikkona, byrjaði á dagbók.„Ég íhugaði stöðu mína í samfélaginu og byrjaði að skifa dagbók sem ég hætti daginn eftir. Kannski skrifa ég bara í hana þegar vindstigin fara yfir 15. Það er allavega bæði ljóðrænna og léttara heldur en að skrifa á hverjum degi. Svo fór ég í barnaafmæli og rústaði einum sex ára í kókosbollukeppni og fékk í magann. Líður samt eins og sigurvegara."
Veður Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira