Tryggingafélögin ekki séð annað eins í mörg ár Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2015 16:30 Ljóst er að veðrið lék margan Íslendinginn grátt um helgina. Ljóst er að eignatjón var gífurlega mikið í óveðrinu sem fór yfir landið um helgina. Tryggingafélögin hafa fengið ótal tilkynningar um tjón, sem og fyrirspurnir. Margir hverjir sitja uppi með tjón sem félögin bæta ekki. Álagið hjá Tryggingarfélögum hefur verið mikið undanfarna daga. Vísir tók stöðuna hjá fjórum tryggingarfélögum, Verði, Sjóvá, VÍS og TM.Tilkynningar streyma inn „Þær streyma inn,“ segir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tjónasviðs hjá Verði, í samtali við Vísi. Hún segir að símtölin hafi strax byrjað að berast á laugardaginn, fljótlega eftir að fólk fór að rísa úr rekkju. „Við tókum á móti tugum tilkynninga strax á laugardag og fórum strax að vinna úr þeim. Ætli okkur hafi ekki borist á sjöunda tug tilkynninga.“ Ljóst er þó að tala þessi mun hækka. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár.“ Steinunn segir að einnig hafi borist töluvert af tilkynningum um tjón sem falli ekki undir tryggingar, eins og tjón á trjágróðri og annað. Þá hafi mjög mikið verið um rúðubrot í bifreiðum. „Það eru margir sem sitja uppi með tjón á eigin bílum, eigin áhættu í kaskó tryggingum.“ Þá segir hún að tjónin hafi verið af ýmsum toga. „Það hafa hrunið loft og skúrar sprungið. Hurðar hafa fokið út í heilu lagi, gluggar brotnað, þök fokið af.“ Lítið hafi þó verið um að trampólín hafi fokið. Eitthvað var um að útimunir eins og garðhúsgögn, grill og slíkt hafi fokið en það fæst ekki bætt. „Það er náttúrulega mjög leiðinlegt, en það var að sjálfsögðu búið að vara mjög vel við að í vændum væri slæmur stormur. „Sem betur fer eru nú flestir með góðar tryggingar sem eru að taka á þessu. Við vorum strax komin með mannskap út á laugardaginn sem var að gera við það sem hægt var að gera við. Þetta gerist sem betur fer ekki á hverjum degi.“Á annað hundrað tilkynningaGuðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri hjá Sjóvá, segir að í heildina hafi á annað hundrað tjónatilkynninga borist til fyrirtækisins í morgun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við vorum með aukinn mannskap um helgina til að aðstoða og svara símtölum. Þetta er í kringum 150 tilkynningar gæti ég trúað. Síminn hringir ennþá og er búinn að gera í morgun. Hugsanlega á eftir að koma meira.“Þrefalt til fjórfalt álagAuður Björk Guðmundsdóttir hjá VÍS segir að fyrirtækinu hafi borist fjölda fyrirspurna og tilkynningar um tjón um og eftir helgi. „Við erum ekki með endanlegar tölur, en það er mikið búið að hafa samband við okkur.“ Hún segir erfitt að segja til um nákvæman fjölda, en töluvert hafi verið um að vera. Auður segir að í morgun hafi álagið hjá VÍS verið um þrefalt til fjórfalt meira en dagsdaglega. „Síðan er verið að vinna úr þeim tilkynningum sem komu til okkar og mikið af þessu þarf að skoða. Það er allt á fullu. Þetta gengur allt saman vel fyrir sig en við bendum fólki á að það getur verið bið í símanum hjá okkur. Þá er um að gera að skrá tjón í gegnum heimasíðuna okkar.“Fjöldi erinda endurspeglar veðrið TM hefur fengið minnst 94 tjónatilkynningar um og eftir helgi, en tjónkostnaður er enn óljós. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs, segir þennan fjölda vera óvenju mikinn og að hann endurspegli vel veðurhaminn. Enn fær TM símtöl og töluvert er um óbótaskyld mál eins og lausamuni á ferð og tjón á skjólveggjum, sem ekki eru hluti af brunabótamati og því ekki tryggðir. Fyrst og fremst eru tjónin á höfuðborgarsvæðinu en þó nokkur á landsbyggðinni. Veður Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ljóst er að eignatjón var gífurlega mikið í óveðrinu sem fór yfir landið um helgina. Tryggingafélögin hafa fengið ótal tilkynningar um tjón, sem og fyrirspurnir. Margir hverjir sitja uppi með tjón sem félögin bæta ekki. Álagið hjá Tryggingarfélögum hefur verið mikið undanfarna daga. Vísir tók stöðuna hjá fjórum tryggingarfélögum, Verði, Sjóvá, VÍS og TM.Tilkynningar streyma inn „Þær streyma inn,“ segir Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Tjónasviðs hjá Verði, í samtali við Vísi. Hún segir að símtölin hafi strax byrjað að berast á laugardaginn, fljótlega eftir að fólk fór að rísa úr rekkju. „Við tókum á móti tugum tilkynninga strax á laugardag og fórum strax að vinna úr þeim. Ætli okkur hafi ekki borist á sjöunda tug tilkynninga.“ Ljóst er þó að tala þessi mun hækka. „Ég vænti þess að eignatjónið í þessum stormi sé af umfangi sem tryggingafélögin hafa ekki séð í mörg ár.“ Steinunn segir að einnig hafi borist töluvert af tilkynningum um tjón sem falli ekki undir tryggingar, eins og tjón á trjágróðri og annað. Þá hafi mjög mikið verið um rúðubrot í bifreiðum. „Það eru margir sem sitja uppi með tjón á eigin bílum, eigin áhættu í kaskó tryggingum.“ Þá segir hún að tjónin hafi verið af ýmsum toga. „Það hafa hrunið loft og skúrar sprungið. Hurðar hafa fokið út í heilu lagi, gluggar brotnað, þök fokið af.“ Lítið hafi þó verið um að trampólín hafi fokið. Eitthvað var um að útimunir eins og garðhúsgögn, grill og slíkt hafi fokið en það fæst ekki bætt. „Það er náttúrulega mjög leiðinlegt, en það var að sjálfsögðu búið að vara mjög vel við að í vændum væri slæmur stormur. „Sem betur fer eru nú flestir með góðar tryggingar sem eru að taka á þessu. Við vorum strax komin með mannskap út á laugardaginn sem var að gera við það sem hægt var að gera við. Þetta gerist sem betur fer ekki á hverjum degi.“Á annað hundrað tilkynningaGuðrún Inga Guðlaugsdóttir, fræðslustjóri hjá Sjóvá, segir að í heildina hafi á annað hundrað tjónatilkynninga borist til fyrirtækisins í morgun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við vorum með aukinn mannskap um helgina til að aðstoða og svara símtölum. Þetta er í kringum 150 tilkynningar gæti ég trúað. Síminn hringir ennþá og er búinn að gera í morgun. Hugsanlega á eftir að koma meira.“Þrefalt til fjórfalt álagAuður Björk Guðmundsdóttir hjá VÍS segir að fyrirtækinu hafi borist fjölda fyrirspurna og tilkynningar um tjón um og eftir helgi. „Við erum ekki með endanlegar tölur, en það er mikið búið að hafa samband við okkur.“ Hún segir erfitt að segja til um nákvæman fjölda, en töluvert hafi verið um að vera. Auður segir að í morgun hafi álagið hjá VÍS verið um þrefalt til fjórfalt meira en dagsdaglega. „Síðan er verið að vinna úr þeim tilkynningum sem komu til okkar og mikið af þessu þarf að skoða. Það er allt á fullu. Þetta gengur allt saman vel fyrir sig en við bendum fólki á að það getur verið bið í símanum hjá okkur. Þá er um að gera að skrá tjón í gegnum heimasíðuna okkar.“Fjöldi erinda endurspeglar veðrið TM hefur fengið minnst 94 tjónatilkynningar um og eftir helgi, en tjónkostnaður er enn óljós. Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsþjónustu og samskiptasviðs, segir þennan fjölda vera óvenju mikinn og að hann endurspegli vel veðurhaminn. Enn fær TM símtöl og töluvert er um óbótaskyld mál eins og lausamuni á ferð og tjón á skjólveggjum, sem ekki eru hluti af brunabótamati og því ekki tryggðir. Fyrst og fremst eru tjónin á höfuðborgarsvæðinu en þó nokkur á landsbyggðinni.
Veður Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira