Tebow fékk tækifæri í Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:28 Tim Tebow klæddist síðast búningi New England Patriots. Vísir/Getty Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira