Tebow fékk tækifæri í Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:28 Tim Tebow klæddist síðast búningi New England Patriots. Vísir/Getty Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira