ESB ítrekar að aðildarumsókn Íslands hafi ekki verið dregin til baka Þorfinnur Ómarsson og Heimir Már skrifar 18. mars 2015 18:51 Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum. Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Talsmaður stækkunardeildar Evrópusambandsins ítrekar að Íslendingar hafi ekki dregið aðildarumsókn að sambandinu til baka með bréfi utanríkisráðherra í síðustu viku. Fyrrverandi framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofunnar segir að svo virðist sem ráðherrann vilji bæði eiga kökuna og borða hana. Gunnar Bragi Sveinsson hefur ítrekað sagt að með bréfi sínu sínu sé Ísland ekki lengur meðal umsóknarríkja. Evrópusambandið sjálft túlkar bréf hans með allt öðrum hætti. Ísland er ennþá umsóknarríki að mati stjórnenda í þessu húsi. Maja Kocijancic talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir að bréf utanríkisráðherra hafi verið móttekið og Evrópusambandið hafi meðtekið innihald þess. „Við höfum sagt undanfarin tvö ár að það sé auðvitað í höndum Íslands að ákveða sem frjáls og fullvalda þjóð með hvaða hætti tengsl landsins við ESB verði framvegis. Hins vegar er bréfið sem slíkt ekki ígildi afturköllunar aðildarumsóknar,“ segir Kocijancic. Aðildarviðræðurnar hafi verið stöðvaðar fyrir um tveimur árum og því hafi nú þegar ákveðnar breytingar verið gerðar. Til að mynda hafi engin stækkunarskýrsla varðandi Ísland verið gerð á síðasta ári og greiðslur sambandsins vegna aðlögunar Íslands að stjórnkerfi ESB hafi runnið út. „Frekari breytingar kunna að verða gerðar í viðræðum við aðrar stofnanir en, eins og ég sagði, er bréfið ekki ígildi uppsagnar aðildarviðræðna,“ segir Kocijancic. Áframhald viðræðna í framtíðinni sé alfarið í höndum íslenskra stjórnvalda sem og eðli samskipta þeirra við Evrópusambandið.Þú getur þá ekki sagt til um það hvort ríkisstjórn framtíðarinnar þurfi að hefja ferlið alfarið á ný? „Ég get einfaldlega ekki svarað spurningum byggðum á getgátum,“ segir talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Sir. Michael Leigh var framkvæmdastjóri stækkunarskrifstofu Evrópusambandsins þegar umsókn Íslands að sambandinu var samþykkt. Þótt umsóknin hafi ekki verið dregin til baka með bréfi utanríkisráðherra sé vilji ríkisstjórnarinnar skýr. „Það er talsverð tvíræðni í bréfinu hvað þetta varðar. Maður fær á tilfinninguna að hann vilji fá kökuna sína og borða hana líka,“ segir Sir Michael. Hvað framhaldið varðar sé Evrópusambandið ekki strætisvagn sem bíði eftir íslandi á stoppistöðinni. Tíminn skipti því máli. „Ég tel að því meiri tími sem líður því erfiðara verði að endurvekja ferlið. Hvað sem öðru líður gerist það ekki sjálfkrafa. Aðildarviðræður eru hápólitískar og öll aðildarríki þurfa að vera með,“ segir Sir. Michael. Aðildarviðræður snúist um að opna einstaka kafla og leggist eitt aðildarríki gegn því dugi það til þess að öll aðildarríkin þurfi að greiða atkvæði til viðræðna. Utanríkisráðherra Lettlands kynnti bréf Gunnars Braga á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins í gær. Engin afstaða var hins vegar tekin til bréfsins á fundinum.
Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira