Segir ekkert að frétta í húsnæðismálum nema „einhverjar nefndir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 12:01 Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, og Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði félags-og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttur, út í stöðuna á húsnæðismarkaði í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. „Það er gríðarlegur vandi á húsnæðismarkaði, ekki síst á leigumarkaði og fyrir þá sem eru að koma inn á markaðinn í fyrsta sinn. Flokkur hæstvirts ráðherra lofaði öllu fögru í þessum efnum, bæði í kosningabaráttunni og þegar þau tóku við hér við fyrir tæpum tveimur árum. Síðan þá hefur ekkert gerst. Það var lofað afnámi verðtryggingar og menn hafa talað digurbarkalega um það að það eigi að gera hér breytingar á húsnæðiskerfinu. En það er ennþá ekkert að frétta annað en einhverjar nefndir,“ sagði Katrín. Hún sagði stór loforð hafa verið gefin og að stórir hópar væru að bíða eftir úrræðum. „Svo ég spyr: hvað er að frétta í húsnæðismálum og afnámi verðtryggingar?“ Eygló Harðardóttir sagðist ekki getað svarað fyrir afnám verðtryggingar og benti þingmanninum á að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra. Um húsnæðismálin hafði hún hins vegar þetta að segja: „Við erum með frumvarp sem snýr að húsnæðisbótum, frumvarp sem snýr að stofnframlögum til uppbyggingu á félagslegum leiguíbúðum og til stuðnings byggingu á íbúðum í húsnæðissamvinnufélög. Þá erum við með verulegar breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög þannig að þau geti eflt sig.“ Þá boðaði ráðherra einnig viðamiklar breytingar á húsaleigulögum og sagðist búast við því að koma með þau inn í þing fyrir þann frest sem gefinn er til að leggja fram þingmál. Katrín Júlíusdóttir var vægast sagt ósátt við að fá ekki skýr svör frá ráðherra varðandi afnám verðtryggingar: „Ekki benda á mig er það sem hæstvirtur ráðherra segir hér varðandi verðtrygginguna. Málið var nú tölvuert einfaldara hér fyrir kosningar. [...] Það eina sem hefur gerst síðan er að Íbúðalánasjóður hefur hætt við að opna fyrir óverðtryggð lán og það heyrir beint undir hæstvirtan ráðherra.“ Katrín sagði ekki þetta ekki boðlegt fyrir ráðherrann. „Hún á að geta svarað fyrir ríkisstjórnina í málum sem snúa að íbúðalánum. Þetta er ekki boðlegt og segir mér að þetta mál er að sofna.“ Ráðherra svaraði því til að stjórnarflokkarnir væru að setja heimilin í fyrsta sæti. Þá sagði hún ríkisstjórnina sammála um það að vinna að afnámi verðtryggingar á neytendalánum.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira