Háar upphæðir í boði fyrir sólmyrkvagleraugu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. mars 2015 15:16 vísir/gva Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur í dag og í gær borist tvö tilboð í sólmyrkvagleraugu skólans. Tilboðið nemur allt að 5000 krónum fyrir stykkið en úti í búð kostuðu þau 500 krónur. Gleraugun eru uppseld á landinu öllu. Um 140 nemendur eru í skólanum og fékk hann jafnmörg gleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness á dögunum, í tilefni sólmyrkvans á morgun. Skólinn gæti því náð sér í 700 þúsund krónur, ef hann lætur gleraugun fara.Líklega ferðaþjónustuaðilar Magnús J. Magnússon, skólastjóri grunnskólans, segir það ekki hafa hvarflað að sér að hafa sólmyrkvann af börnunum. Stjörnuskoðunarfélagið hafi sýnt mikla framsýni með gjöfum sínum og því komi það ekki til greina að selja gleraugun. „Það getur verið að það vanti gleraugu hingað og þangað og það er vitað að þau voru send í alla skóla landsins. Þannig að það er spurning hvað menn ganga langt,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann segist þó ekki vita hverjir það voru sem í gleraugun buðu en gerir ráð fyrir að það hafi verið aðilar með ferðamenn á sínum snærum. „Ég þori samt ekki að sverja fyrir það, en mér finnst eins og þetta hafi verið ferðaþjónustuaðilar,“ segir hann.Öll börn landsins fengu sólmyrkvagleraugu að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.vísir/stefánMagnús segir mikla tilhlökkun ríkja meðal nemenda skólans. Fræðsla og umræða um sólmyrkvann hafi verið stór þáttur af skólastarfi barnanna undanfarnar vikur og því heljarinnar dagskrá framundan. Allir skólar landsins fengu sólmyrkvagleraugun að gjöf frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness. Sólmyrkvinn verður sá mesti hérlendis í sextíu ár en þá rökkvast himinn í nokkrar mínútur þegar venjulega er hábjartur dagur.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira