Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir 2. mars 2015 13:00 Úr þáttunum Múslimarnir okkar. Vísir Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan eða aldrei mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sjá meira
Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Gylfi Ægisson er látinn Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan eða aldrei mælst lægri Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sjá meira