Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir 2. mars 2015 13:00 Úr þáttunum Múslimarnir okkar. Vísir Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira
Ótti virðist hafa grafið um sig í íslensku þjóðfélagi við múslima á Íslandi og hefur það vart farið framhjá þeim sem fylgdust með kommentakerfum á netinu þar sem bersýnilegt er að þessi fámenni hópur manna er litinn hornauga. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá snemma að morgni og fram á kvöld. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem við skyggnumst inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Úr þáttunum.VísirÍ fyrri hlutanum kynnumst við fimm barna fjölskylduföður, Nasir og eiginkonu hans Ishrat, en þau eru fædd og uppalin í Pakistan. Þau búa í lítilli blokkaríbúð í Reykjavík ásamt fjórum börnum sínum en sú elsta er farin að heiman og gift Íslendingi sem hefur tekið upp íslamstrú. Fjölskyldan tilheyrir Menningarsetri múslima og Nasir er ákaflega trúaður maður, biður ekki bara fimm sinnum á dag, heldur líka á nóttunni meðan aðrir sofa. Við kynnumst líka Fídu, ungri konu í Reykjanesbæ sem er gift kristnum Íslendingi. Hún er frumkvöðull, rekur sprotafyrirtæki á Ásbrú og segir af einlægni frá erfiðum uppvexti og flótta til Íslands þegar hún var sextán ára gömul.Fyrri hluti Múslimanna okkar er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:20 í kvöld. Seinni hlutinn verður sýndur viku síðar. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fleiri fréttir Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Sjá meira