Múslimarnir okkar: Myndi útskúfa syni eða dóttur fyrir samkynhneigt líferni Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2015 17:46 Rætt er við Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman og eiginkonu hans Ishrat í þættinum í kvöld. Vísir Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku. Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Kynlíf samkynhneigðra er álitin synd í íslam en misjafnt er hversu hart er á því tekið. Sheikh Muhammad Nasir Uz Zaman er einn þeirra sem rætt er við í þáttunum Múslimanir okkar á Stöð 2. Hann og eiginkona hans Ishrat eiga fimm börn og aðspurður hvernig hann myndi bregðast við ef eitthvert barna hans kæmi út úr skápnum var hann alveg skýr.Yrði útskúfaður úr fjölskyldunni „Það er bannað fyrir múslima,” sagði hann og bætti við að ef hann myndi slíta samskiptum við son eða dóttur ef viðkomandi væri í samkynhneigðu sambandi. Viðkomandi yrði jafnframt útskúfaður úr fjölskyldunni. Tengdasonur hans, Jóhannes Ari, sem hefur einnig tekið upp íslam, mótmælti þessari afstöðu tengdaföður síns. „Ef dóttir mín yrði samkynhneigð, þá myndi ég ekkert loka á hana,“ segir Jóhannes. „Mér finnst það bara kolrangt, þetta er barnið þitt.” Sonur Nasirs, Muhammad, tók undir og kvaðst ekki myndu loka á barnið sitt þótt það kæmi út úr skápnum. Víðast hvar í múslimskum löndum er samkynhneigð ekki viðurkennd félagslega. Dauðarefsing liggur við samkynhneigðu kynlífi í nokkrum múslimalöndum en það er löglegt í 22 ríkjum þar sem múslimar eru í meirihluta.Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands.VísirReyndist erfitt að fóta sig í nýrri tilveru Fida Abu Libdeh var sextán ára þegar hún kom ásamt móður sinni og fjórum systkinum til Íslands og tókst með stálvilja að ljúka hér námi. Hún stofnaði sprotafyrirtækið Geosilica ásamt skólafélaga sínum, en þar starfa nú fimm manns við að framleiða fæðubótarefni úr kísli. Fida lýsir því í þætti kvöldsins hversu erfitt henni reyndist að fóta sig í nýrri tilveru þar sem hún reyndi af öllum mætti að þóknast bæði félögum sínum í íslenskum unglingaveruleika og múslimsku stórfjölskyldunni. Annars vegar kröfur um djamm og drykkju og hins vegar kröfur um siðprýði og hófsamt líferni. Hún segist hafa lifað tvöföldu lífi á þessum árum og ekki orðið hamingjusöm fyrr en hún hætti að spá í þetta. Í dag er hún hamingjusamlega gift íslenskum manni.Fyrri hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöð 2, kl. 19:20 í kvöld. Handrit og leikstjórn er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur en Kristinn Þeyr sá um kvikmyndatöku.
Múslimarnir okkar Tengdar fréttir Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Sjá meira
Múslimarnir okkar: Frumkvöðull og fimm barna fjölskyldufaðir Fylgst er með fjórum múslimafjölskyldum á Íslandi frá morgni til kvölds. 2. mars 2015 13:00