Erlent

Ekkert nýtt ebólutilfelli í Líberíu í heila viku

Atli Ísleifsson skrifar
Nærri 10 þúsund manns hafa látist af völdum ebólu síðasta árið, langflestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.
Nærri 10 þúsund manns hafa látist af völdum ebólu síðasta árið, langflestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Vísir/AFP
Ekkert nýtt ebólutilfelli hefur verið tilkynnt er í Líberíu síðustu vikuna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í maí 2014.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin greinir frá því að 132 ný tilfelli hafi þó komið upp í Gíneu og Síerra Leóne síðustu vikuna í febrúar.

Stofnunin varar jafnframt við því að faraldurinn gæti auðveldlega blossað upp á ný í Líberíu.

Nærri 10 þúsund manns hafa látist af völdum ebólu síðasta árið, langflestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×