Segir veturinn langt frá því kaldan og á von á kaldari vetrum næstu ár Birgir Olgeirsson skrifar 6. mars 2015 10:21 Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir þennan vetur langt frá því kaldan. Hins vegar hafa sunnan- og suðvestanáttir gert íbúum á Suður- og Vesturlandi lífið leitt. Vísir/Haraldur/Pjetur Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Nú þegar enn einn stormurinn gengur yfir landið eiga margir það til að segjast ekki muna eftir jafn slæmu veðri. Samkvæmt veðurstofu voru tveir fyrstu mánuðir ársins kaldir miðað við það sem algengast hefur verið á seinni árum. Þá var jafnframt úrkomusamt um nær allt land og veðurlag nokkuð stórgert og meðalvindhraði óvenjuhár í febrúar. Fáir hafa fylgst betur með veðrinu síðastliðna áratugi en Páll Bergþórsson, fyrrverandi Veðurstofustjóri, sem birtir ennþá spár á Facebook-síðu sinni. Hann segir þennan vetur langt frá því kaldan. „Hann er að vísu ívið kaldari en þeir hafa verið undanfarið en það munar ekki miklu,“ segir Páll. Hann segir hins vegar frekar kaldar og úrkomusamar sunnan- og suðvestanáttir hafa sett mark sitt á þennan vetur. „Aðallega á vestur og suðurlandi. Það hefur verið mikið betra upp á síðkastið fyrir norðan,“ segir Páll og segir þetta einfaldlega ganginn á veðrinu. Mikil hlýindi hafa verið frá aldamótum og hann á von á breytingum. „Það fari jafnvel að kólna heldur næstu árin,“ og nefnir í því samhengi næstu þrjá áratugina. „Ekki beinlínis kuldaskeið en kólnandi miðað við það sem verið hefur.“ Þá er nú lítið annað að gera en að bíða spenntur eftir sumri og þreyja það sem eftir er af Góunni, fimmta vetri mánaðar, en þegar henni lýkur en einmánuður, síðasti mánuður vetrar, gengur í garð 24. mars næstkomandi og bendir Páll á að mars mánuður hafi oft reynst erfiður. „Veturinn endist nú alltaf út mars og getur stökum sinnum verið verstur þá. Það er ekki fyrr en í apríl sem tekur að hlýna,“ segir Páll. Fylgstu með á veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49 Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59 Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Tveir gönguskíðamenn í vanda við Vatnajökul: Neituðu að koma til byggða fyrr í vikunni Tveir erlendir gönguskíðamenn höfðu nú fyrir skömmu samband við Neyðarlínu og óskuðu aðstoðar við að komast til byggða. 6. mars 2015 09:49
Stormur fyrir sunnan og vestan Búist er við stormi S- og V-lands fram að hádegi og gæti meðalvindur verið rúmlega tuttugu metrar á sekúndu. 6. mars 2015 07:59
Hellisheiðin lokuð Snjóþekja, skafrenningur og hvassviðri er á Sandskeiði og í Þrengslum en lokað er um Hellisheiði. 6. mars 2015 09:07