Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 „Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
„Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira