Sport

Büchel aðeins 4/100 úr sekúndu á undan Postogovu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aníta mátti gera sér fimmta sætið að góðu.
Aníta mátti gera sér fimmta sætið að góðu. vísir/getty
Aníta Hinriksdóttir endaði í 5. og neðsta sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum innanhúss í Prag í dag.

Aníta kom í mark á 2:02,74 mínútum en hin svissneska Selina Büchel varð hlutskörpust. Hún kom í mark á tímanum 2:01,95, aðeins fjórum hundraðshlutum á undan Yeakaterinu Postogovu frá Rússlandi.

Nataliya Lupu endaði í þriðja sæti og Joanna Józwik frá Póllandi í því fjórða.

Úrslitin í 800 metra hlaupi:

Selina Büchel (Sviss) - 2:01,95

Yekaterina Poistogova (Rússland) - 2:01,99

Nataliya Lupu (Úkraína) - 2:02,25

Joanna Józwik (Pólland) - 2:02,45

Aníta Hinriksdóttir (Ísland) - 2:02,74


Tengdar fréttir

Aníta í fimmta sæti

Aníta náði ekki á pall í Prag í úrslitunum, en hún varð í fimmta sæti af fimm keppendum.

Aníta vs. Poistogova: Taka tvö

Sem kunnugt er tryggði Aníta Hinriksdóttir sér í gær sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á EM innanhúss í frjálsum íþróttum sem haldið er í Prag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×