Fljúgandi hálka yfirvofandi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. mars 2015 11:43 Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Vísir/Vilhelm Enn ein stormlægðin stefnir nú á landið og nær veðurhamurinn hámarki síðdegis á morgun segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni. „Rigning verður með roki eða jafnvel ofsaveðri og snöggri leysingu í 5°C hita á láglendi. Þar sem talsverður nýlegur og auðleystur snjór er víða yfir og klaki undir má búast við varasömum aðstæðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vís. Einar segir að reikna megi með þó nokkrum vatnsaga þegar snögghláni og rigni suðvestan- og vestanlands á morgun, allt frá Mýrdal vestur á Snæfellsnes. Ekki sé búist við að hlákan nái að neinu gagni upp fyrir 200-300 metra hæð. Á heiðum er hætt við að færð spillist með skafrenningi og ofankomu og því mikilvægt að kynna sér færð og veður. Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Ætla má að rásir og holur sem víða hafa myndast í götum fyllist af vatni. Hætt er við að bílar fljóti upp eða gusi yfir aðra bíla og birgi bílstjórum sýn. Því er mikilvægt að reyna eftir megni að aka ekki í miðjum vatnsflauminum og draga vel úr hraða. Bæði gangandi og akandi vegfarendur þurfa að gæta sín á mjög mikilli hálku, sér í lagi þar sem klaki er undir snjónum, til að mynda í íbúðargötum og á göngustígum. Í frétt VÍS segir: „Áður en veðrið skellur á er nauðsynlegt að húsráðendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hreinsi frá niðurföllum, moki snjó af svölum og gæti þess að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Þá er skynsamlegt að leggja ökutækjum ekki beint undir þökum þar sem hætta er á að snjór falli niður og skemmi þau.“ Veður Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Enn ein stormlægðin stefnir nú á landið og nær veðurhamurinn hámarki síðdegis á morgun segir Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni. „Rigning verður með roki eða jafnvel ofsaveðri og snöggri leysingu í 5°C hita á láglendi. Þar sem talsverður nýlegur og auðleystur snjór er víða yfir og klaki undir má búast við varasömum aðstæðum.“ Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vís. Einar segir að reikna megi með þó nokkrum vatnsaga þegar snögghláni og rigni suðvestan- og vestanlands á morgun, allt frá Mýrdal vestur á Snæfellsnes. Ekki sé búist við að hlákan nái að neinu gagni upp fyrir 200-300 metra hæð. Á heiðum er hætt við að færð spillist með skafrenningi og ofankomu og því mikilvægt að kynna sér færð og veður. Veðurhæðin verði mest síðdegis þegar umferðin er þyngst. Ætla má að rásir og holur sem víða hafa myndast í götum fyllist af vatni. Hætt er við að bílar fljóti upp eða gusi yfir aðra bíla og birgi bílstjórum sýn. Því er mikilvægt að reyna eftir megni að aka ekki í miðjum vatnsflauminum og draga vel úr hraða. Bæði gangandi og akandi vegfarendur þurfa að gæta sín á mjög mikilli hálku, sér í lagi þar sem klaki er undir snjónum, til að mynda í íbúðargötum og á göngustígum. Í frétt VÍS segir: „Áður en veðrið skellur á er nauðsynlegt að húsráðendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hreinsi frá niðurföllum, moki snjó af svölum og gæti þess að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Þá er skynsamlegt að leggja ökutækjum ekki beint undir þökum þar sem hætta er á að snjór falli niður og skemmi þau.“
Veður Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira