Westbrook fór á kostum í sigri á Dallas | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 07:30 Russell Westbrook fór á kostum. vísir/epa NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn: NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn:
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00