Westbrook fór á kostum í sigri á Dallas | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2015 07:30 Russell Westbrook fór á kostum. vísir/epa NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn: NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta hófst aftur í nótt eftir vikulangt hlé vegna stjörnuleiksins sem fram fór síðasta sunnudag. Tveir leikir voru á dagskrá. Oklahoma City Thunder vann öruggan heimasigur á Dallas Mavericks, 104-89, þar sem leikstjórnandinn Russell Westbrook fór á kostum. Westbrook skoraði 34 stig í leiknum, gaf 10 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Hann hitti úr 9 skotum af 17 úr teignum og öllum 14 vítaskotunum sínum. Sjáðu Russell Westbrook í ham: Serge Ibaka virðist einnig vera að vakna til lífsins, en hann hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Ibaka skoraði 21 stig í leiknum og tók 22 fráköst, en hann hefur ekki tekið fleiri fráköst í einum leik á tímabilinu. Þá skilaði Kevin Durant 12 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum. Með sigrinum komst Oklahoma-liðið upp í áttunda sætið í vestrinu, en það er með sama sigurhlutfall og Phoenix Suns. Ljóst er að liðin sem hafna í efstu sætum vestursins verða ekkert alltof ánægð með að mæta OKC í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Serge Ibaka með 22 fráköst: Los Angeles Clippers vann svo meistara San Antonio Spurs á heimavelli, 119-115, þar sem gamli maðurinn Tim Duncan var í miklu stuði fyrir tapliðið. Duncan skoraði 30 stig, tók 11 fráköst og hitti úr 12 af 14 skotum sínum í teignum en það dugði ekki til. Hann tók meira að segja eitt þriggja stiga skot og sökkti því niður með stæl. Mikið og gott liðsframlag skilaði Clippers góðum sigri, en fjórir af fimm í byrjunarliðinu skoruðu yfir tíu stig sem og tveir varamenn. DeAndre Jordan skoraði 26 stig og tók 18 fráköst. Hann var erfiður viðureignar undir körfunni og fékk heil 28 vítaskot. Hann nýtti þó aðeins tíu af þeim. Chris Paul bætti við 22 stigum og 16 stoðsendingum og Jamal Crawford kom sterkur inn af bekknum og skoraði 26 stig. Clippers er í fimmta sæti vesturdeildarinnar.Tim Duncan með hamar á DeAndre Jordan: DeAndre Jordan getur líka troðið yfir menn:
NBA Tengdar fréttir Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Ellefu félagaskipti á 20 mínútum í NBA: Kevin Garnett er kominn heim Allt fór á fullt rétt áður en glugganum var lokað og Minnesota Timberwolves hefur endurheimt besta leikmann liðsins frá upphafi. 20. febrúar 2015 08:00