Pálína: Væri himnasending að vinna með þriðja liðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2015 10:00 Pálína, til hægri, verður í eldínunni gegn Keflavík í kvöld. Vísir/Stefán „Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
„Við erum rosalega spenntar og það er góð stemning í mannskapnum,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Grindavíkur sem mætir Keflavík í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta í dag klukkan 13.30. Bæði lið hafa verið á miklum skriði að undanförnu og þau mættust 11. febrúar í generalprufu fyrir úrslitaleikinn. Þann leik vann Grindavík með níu stiga mun og Grindjánar unnu einnig leikinn á undan því gegn Keflavík. „Keflavík er með flott lið en við líka. Þarna eru tvö góð lið að mætast. Við einbeitum okkur samt bara að okkar leik og sérstaklega að því að hafa gaman. Það eru bara tvö lið sem komast í úrslitaleikinn og hin liðin eru í tíu daga fríi á meðan. Það skiptir miklu máli að njóta þess að vera í Höllinni,“ segir Pálína.Vísir/DaníelVildi nýja áskorun Stemningin er búin að vera mikil í Grindavík í aðdraganda leiksins og æfingavikan óhefðbundin hjá stelpunum. „Vikan fyrir bikarúrslitaleikinn er alltaf skemmtilegust og hún þjappar hópnum saman. Við erum búnar að fara í keilu og út að borða í vikunni. Svo fengum við bréf frá nafnlausum aðila með mynd af okkur en í þeim stóðu vel valin orð. Svo er gulur dagur í dag [gær] í bænum. Allir mæta í gulu í vinnuna, skólann og á bæjarskrifstofuna. Það er kátt í bænum,“ segir Pálína. Þessi magnaða körfuboltakona, sem hefur þrisvar verið kjörinn besti leikmaður ársins, þekkir það vel að fara í bikarúrslit. Hún getur orðið sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Ég er orðin virkilega spennt. Ég var að skoða þetta hjá mér í vikunni. Ég hef farið sex sinnum í Höllina og unnið fjórum sinnum. Það yrði því algjör himnasending að vinna með þriðja liðinu og gott fyrir ferilskrána mína,“ segir Pálína sem yfirgaf einmitt Keflavík fyrir Grindavík: „Þetta er það sem mig langaði að gera þegar ég fór til Grindavíkur. Ég var búin að vinna öll liðs- og einstaklingsverðlaun með Keflavík og vildi því takast á við nýjar áskoranir. Ég vona bara að titilinn verði gulur í ár.“Vísir/StefánErum að slípa okkur saman Grindavík var í basli í deildinni fyrir áramót en hefur nú unnið sjö leiki af síðustu tíu og er í þriðja sætinu. Það tapaði þó tveimur af þremur áður en það fór í Höllina. „Við höfum bara kynnst betur sem lið. Við erum með nýtt lið og nýjan þjálfara. Það tekur alltaf smá tíam fyrir lið að slípa sig saman en frá og með miðjum desember höfum við fundið taktinn. Við töpuðum samt tveimur leikjum í deildinni í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. Það leit út fyrir að hugurinn væri kominn í Höllina þannig vonandi er bara að við vinnum leikinn,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira