Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2015 19:31 Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga. Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. Það kemur úr Húnaþingi vestra en þar ræktar þýsk kona holdakanínur til manneldis. Brautryðjandinn Birgit Kositzke kom til Íslands frá Þýskalandi fyrir átta árum en dvölin varð lengri en hún ætlaði. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Birgit hafa orðið svo hrifin af Íslandi að hún ákvað að setjast að til frambúðar. Hún ákvað því að skapa sér eitthvert framtíðarstarf. Sjálf hafði hún alist upp við kanínukjöt og saknaði þess að fá það ekki á Íslandi. „Það er bara gott kjöt. Svo fattaði ég með tímanum að það var ekki til,” sagði Birgit, kanínubóndi á Hvammstanga.Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011. Núna eru þær yfir 400 í kanínubúinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Viðskiptahugmyndin var fædd, hún gerði viðskiptaáætlun og tók á leigu gömul fjárhús á bænum Syðri-Kárastöðum á Vatnsnesi, skammt norðan Hvammstanga. Hún byrjaði með fjórar kanínur árið 2011, og þær fjölguðu sér auðvitað, - eins og kanínur. Núna eru þær orðnar yfir 400 talsins. Fyrsta tilraunaslátrun var á Hvammstanga fyrir jól og þá fór hún með prufusendingu til Reykjavíkur til að kynna á matarhátíð í Hörpunni. „Það gekk mjög vel. Í raun var allt uppselt á sunnudeginum eftir hádegi og eftirspurn var bara gríðarlega mikil.”Kanínunum er slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga en kjötið unnið í kjötvinnslunni Esju í Reykjavík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og nú hefur Matvælastofnun veitt leyfi til að kanínukjötið fari á almennan markað. Birgit er komin með uppskriftabækling og á næstu dögum mun kjötvinnslan Esja senda fyrstu skammtana út til veitingahúsa og síðar verslana. En hvernig er kanínukjöt á bragðið? Birgit segir að sumum Íslendingum finnist það líkjast kalkún. „Ég er nú ekki sammála því. Í raun þarf fólk bara að prófa og smakka sjálft til að finna bragðið út,” svarar Birgit Kositzke. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 næstkomandi þriðjudag verður nánar fjallað um kanínubúið og mannlíf á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Matur Um land allt Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira