Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 19:54 Bílar ferðamannanna voru ansi illa leiknir eftir ofsaveðrið. Myndir/Jónína G. Aradóttir „Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Ég er fædd og uppalin hér í Öræfasveitinni, þannig að maður hefur alveg upplifað svona veður. En núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið.“ Þetta segir Jónína G. Aradóttir, starfsmaður á Hótel Skaftafelli, en hún stóð vaktina á hótelinu í gær ásamt öðrum og tók á móti ferðamönnum sem höfðu farið illa út úr ofsaveðrinu sem herjaði á Suðurland. Björgunarsveitir þurftu að hjálpa fólki úr um það bil tíu bílum eftir að rúður þeirra brotnuðu í steinafoki. „Björgunarsveitirnar komu fólkinu bara úr og skildu bara bílana eftir,“ segir Jónína. „Svo byrjuðu þeir að koma með þá upp á hótel í morgun.“ Snarvitlaust veður var í Öræfasveitinni í gær og var starfsfólk hótelsins búið að vísa öllum frá sem áttu að koma þangað vegna veðursins. Jónína og samstarfsmenn hennar þurftu þó að taka á móti mörgum ferðamönnum, flestum erlendum, sem höfðu greinilega ekki gert sér grein fyrir því hversu slæmar aðstæður yrðu. Hún segir að fólkið hafi mögulega verið á leið á gististaði þar sem gestir eru ekki í beinu sambandi við starfsfólk.Sjá einnig: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjóBjörgunarsveitarmenn plasta fyrir gluggana á bílunum í morgun.Mynd/Jónína G. Aradóttir „Við héldum okkur alltaf bara heima þegar það var svona veður og þá var þetta ekkert að rata í fréttirnar og svona,“ segir Jónína. „En núna er komið svo mikið af fólki sem náttúrulega veit ekki betur. Og þetta er ömurlegt fyrir það, þetta er náttúrulega bara tjón sem það þarf að borga sjálft.“ Margir höfðu lent í því að báðar rúðurnar öðrum megin brotnuðu alveg. Að minnsta kosti einn ökumaður reyndi að snúa við þegar rúðurnar fóru öðrum megin til að koma í veg fyrir að það snjóaði inn í bílinn. Um leið og hann sneri við, brotnuðu hins vegar báðar rúðurnar á hinni hlið bílsins. Jónína segir að fólkið sem leitaði skjóls á hótelinu hafi verið í uppnámi og nokkrir jafnvel grátandi. „Við vorum að taka á móti fólkinu, gefa þeim að borða og vísa þeim í herbergi,“ segir hún. „Við reyndum líka að veita því áfallahjálp eins og við gátum, gefa þeim teppi og súpu og tala við það.“ Hún bendir á að aðstæður verði nokkrum sinnum á ári svona slæmar í sveitinni. „Það þarf bara að koma upp einhverju prógrammi þannig að túristar geti séð hvernig veðrið er. Þannig að þetta endurtaki sig ekki aftur og aftur.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48 Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30 Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Vitlaust veður í Vestmannaeyjum Lögreglan ráðleggur fólki að halda sig innandyra. 22. febrúar 2015 10:35
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Óveður víðast hvar: Lokað fyrir alla umferð undir Eyjafjöllum að Vík Ofsaveðri er spáð syðst á landinu í dag. Óveður er á Hellisheiði en hálka og stórhríð á Sandskreiði og Þrengslum. Þá er óveður á Kjalarnesi og Hvalfirði. 22. febrúar 2015 14:48
Myndband: Varðskipið Þór í ofsaveðri og ólgusjó Vindhraði náði mest um 45 metrum á sekúndu. 22. febrúar 2015 23:30
Íslenskur leiðsögumaður: „Sumir hlusta bara ekki“ Svo virðist sem erlendir ljósmyndarar hunsi aðvaranir reyndra íslenskra leiðsögumanna hér á landi í leit að hinni fullkomnu ljósmynd. 22. febrúar 2015 17:14