Hinn árlegi HönnunarMars fer fram dagana 12.-15. mars næstkomandi. Sara Jónsdóttir, nýr verkefnisstjóri hátíðarinnar, segir að um 2-300 hönnuðir sýni þar verkefni sín og um þrjátíu þúsund Íslendingar skoði það sem í boði er. Áhugi útlendinga eykst sífellt og fjölmargir hönnuðir stofna til viðskiptasambanda á hátíðinni. Rætt er við Söru í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hagnaður Arion banka jókst um 126 prósent á árinu 2014 og nam tæpum 29 milljörðum króna. Hagnaður Íslandsbanka nam rúmum 23 milljörðum króna og dróst lítillega saman á milli ára. Breytt virðismat eigna og sala eigna hafa veruleg áhrif á afkomu bankanna. Því má búast við að hagnaðurinn dragist saman á næstu árum.
Áætlað er að neytendur hafi greitt á bilinu 1.870–1.880 milljónir króna í endurvinnslugjald fyrir einnota drykkjarvöruumbúðir á síðasta ári. Endurvinnslan greiddi um 1.636 milljónir króna til baka.
Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar, skrifar um átta ára afmæli Nýsköpunarmiðstöðvarinnar og Þorbjörn Þórðarson fréttamaður skrifar Markaðshornið. Þá eru Stjórnarmaðurinn og Skjóðan á sínum stað.
Markaðurinn í dag: Á þriðja hundrað hönnuða á HönnunarMars

Mest lesið

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur

Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent


Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Viðskipti innlent

Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent


Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri
Viðskipti innlent

Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum
Atvinnulíf
