Íslenskir bræður slá í gegn á Kickstarter: Snúran sem getur tengst öllu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2015 21:53 „Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Myndir/Janulus Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“ Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir eru heilarnir á bak við TOB-snúruna, nýja uppfinningu sem kom inn á vef Kickstarter fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega tvöfalt það fjármagn sem stefnt var á að safna. Snúrunni fylgja nokkur millistykki og hana er hægt að tengja við USB-, HDMI, Lightning- eða hljóðtengi.Draumurinn að losna við öll millistykki „Þetta er svo þú þurfir ekki að vera með allar þessar flækjur með þér alltaf,“ segir Ágúst Arnar. „Þú hefur kannski séð svona snúrur þar sem hægt er að setja einn svona „adapter“ á hjá þér, en hérna erum við að bjóða upp á að gera þetta að audio-snúru eða HDMI-snúru, sem er algjörlega brautryðjandi núna. Við erum að bjóða þér upp á að losna við ansi margar snúrur.“ Yfirskrift uppfinningarinnar á Kickstarter-vefnum er „ein snúra fyrir allt,“ og til lengri tíma ætla bræðurnir að þróa snúruna þannig að einnig sé hægt að tengja hana við hleðslutæki, fartölvur og margt fleira. Einn daginn verði vonandi enginn þörf á millistykkjum lengur. „Okkar draumur er að það séu ekki öll þessi tengi, að þú getir gert allt í gegnum TOB,“ segir Ágúst. „En þar er náttúrulega svolítið langt til litið.“Snúran býður meðal annars upp á að tengja snjallsíma við sjónvarpsskjái.Mynd/JanulusVaran varð til fyrir tilviljun Bræðurnir hafa unnið að snúrunni frá því í júní í fyrra. Þróunin hófst fyrir hálfgerða tilviljun, en þeir duttu á hugmyndina þegar þeir voru að vinna að öðru verkefni fyrir Kickstarter: ferðavindtúrbínu. „Við lendum í smá vandræðum með hönnunina á því og okkur vantar að gera vatnshelt USB-kerfi,“ útskýrir Ágúst. „Þannig að við búum til þetta tengi og þannig verður til allt önnur vara sem við áttum okkur á að getur leyst allt önnur vandamál.“ Þá hófst vinna að TOB-snúrunni, sem rataði svo loks inn á Kickstarter í þessum mánuði. Ágúst og Einar settu sér það markmið að ná að safna tuttugu þúsund Bandaríkjadölum á einum mánuði. Það tókst á fyrstu þremur dögunum og nú nemur upphæðin næstum 45 þúsund dölum. „Það er frábært að sjá þetta svona og greinilegt að fólk hefur trú á þessu,“ segir Ágúst. Næsta skref er einfaldlega fjöldaframleiðsla á TOB-snúrunni og heimsending til þeirra sem hafa pantað sér hana á vefnum. Bræðurnir eru nýkomnir frá Kína, þar sem þeir heimsóttu verksmiðjur og kynntu sér „bransann.“ „Um leið og Kickstart-söfnunin er búin förum við í að semja og taka saman pantanir. Við stefnum á að koma vörunni frá okkur í lok júlí.“
Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira