Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 15:49 Frá Patreksfirði Bæjarins besta „Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði. Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
„Ég held ég sé ein eftir í götunni,“ segir Sigurbjörg Pálsdóttir íbúi í Urðargötu á Patreksfirði sem er inni á reit 4 sem var rýmdur í dag vegna snjóflóðahættu. 60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu fyrr í dag og var gripið til rýminga í kjölfarið. Þrettán hús eru á reit fjögur en ekki er búið í tveimur þeirra. Sigurbjörgu var hleypt heim til sín til að sækja muni fyrir sig, eiginmanninn og 11 ára son þau halda heim til dóttur þeirra hjóna þar sem fjölskyldan mun gista þar til hættan er liðin hjá. „Við vorum bara að loka niður í vinnu og fengum að skjótast heim að ná í dót,“ segir Sigurbjörg.60 til 70 metra breitt snjóflóð féll á mörkum Urðargötu og Mýrargötu á Patreksfirði í dag.map.isFastur í allan dag upp á heiði Hún segir veðrið á Patreksfirði snælduvitlaust. „Það er bara eitt orð yfir þetta. Maður sér varla út úr augum. Það er eiginlega allt búið að vera ófært í plássinu,“ segir Sigurbjörg sem rekur flutningafyrirtæki á Patreksfirði og er einn starfsmaður þeirra fastur á flutningabíl á Kleifaheiði. „Hann er búinn að vera fastur þar síðan í morgun með fullan bíl af fiski og kemst ekki neitt. Hefillinn fastur og ekkert hægt að ná honum,“ segir Sigurbjörg. Hún segir rýmingar á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu ekki hafa verið algengar seinni ár en hafi þó verið ansi tíðar um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar þegar mannskæð snjóflóð féllu á Flateyri og í Súðavík.Öllu vön „Þannig að maður er öllu vanur,“ segir Sigurbjörg sem á ekki von á öðru en að enn verði snjóflóðahætta á morgun miðað við veðurspána. „Þetta gengur allt sinn vanagang,“ segir Sigurbjörg að lokum. 22. janúar árið 1983 fórust fjórir í tveimur flóðum á Patreksfirði.
Veður Tengdar fréttir Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Gripið til rýminga á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Flóð hafa fallið á Raknadalshlíð og fyrir ofan bæinn 25. febrúar 2015 14:23