Áhyggjuefni að Ísland hafi ekki verið valkostur í augum Apple segir þingmaður Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2015 16:29 Helgi Hjörvar og Ásmundur Einar ræddu fjárfestingu Apple stuttlega á þingi í dag. Vísir/Daníel/Pjetur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Tækni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það eigi að vera áhyggjuefni þegar alþjóðlegt fyrirtæki sem staðsett sé hér á landi ákveði að flytja úr landi og að Ísland sé ekki einu sinni valkostur þegar kemur að alþjóðlegri fjárfestingu í tæknigeiranum. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Í ræðu sinni fjallaði hann um ákvörðun stjórnenda Apple um að velja Danmörku sem stað fyrir nýtt gagnaver fyrirtækisins. Ísland virðist ekki hafa komið til greina sem staðsetning fyrir gagnaverið. „Það á að vera okkur verulegt áhyggjuefni að Ísland skuli ekki vera einn af helstu valkostunum þegar kemur að risafjárfestingu í alþjóðlegu gagnaveri,“ sagði þingmaðurinn í ræðunni. Helgi talaði um að það ætti að vera áhyggjuefni því að Ísland hefði forskot af náttúrunnar hendi varðandi náttúrulega kælingu og græna orku, sem væri eftirsótt af gagnaverum. Benti hann á að Danmörk hefur hvorki meiri náttúrulegri kælingu eða grænum orkuauðlindum en Íslendingar. Þá benti hann á að Danir hefðu ekki boðið Apple ívilnanir vegna fjárfestingarinnar. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, svaraði Helga í ræðu undir sama dagskrárlið. Sagði hann að auka þyrfti framleiðslu á orku til að laða fyrirtæki eins og gagnaver hingað til lands. „Ég held að við hljótum að vera sammála um það ég og háttvirtur þingmaður að það er mikilvægt núna að á næstu árum að við aukum hér orkuframleiðslu, sjálfbæra græna orku til þess að geta boðið fleiri fyrirtæki - gagnaver og fleiri fyrirtæki - velkomin hingað til lands. Háttvirtur þingmaður verður þá bandamaður stjórnarliða í því þegar að því kemur,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Tækni Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira