Leitað er að tveimur erlendum ferðamönnum við Mýrdalsjökul Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2015 20:10 Snjóbíll Landsbjargar í Hvanngili við leit um síðustu helgi. vísir/oddgeir sæmundsson Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni. Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni.
Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
„Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12
Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20