Hægt að panta leigubíl með appi hjá BSR ingvar haraldsson skrifar 10. febrúar 2015 13:07 Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segist sannfærður um að appið muni borga sig. vísir/ Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR. Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Bifreiðarstöð Reykjavíkur (BSR) hefur gefið út app eða smáforrit sem hægt er að panta leigubílaferðir í gegnum. Appið ber nafnið „BSR appið“ og er nú fáanlegt í prufuútgáfu í Playstore í Android símum og Appstore í símum og spjaldtölvum frá Apple. Guðmundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri BSR, segir að appið komi formlega út í þessum mánuði eða þeim næsta. „Þetta er búið að vera í prufukeyrslu síðan í nóvember. Nú erum við búin að keyra algjörlega á appinu í eina viku og það hefur gengið frábærlega,“ segir Guðmundur. Hann segir um þrjú kerfi að ræða, eitt fyrir bílstjóra, annað fyrir viðskiptavini og það þriðja fyrir stjórnstöð BSR.Hægt verður að greiða með appinu á næstu vikum Guðmundur segir að í prufuútgáfunni sé ekki hægt að sjá hvar bílstjórinn sem sæki viðskiptavininn sé staddur. Sú viðbót sé hinsvegar væntanleg í næstu útgáfu. Þá sé verið að bíða eftir samþykki greiðslumiðlunar svo hægt sé að greiða fyrir ferðir með appinu. Hann á von á að það samþykki fáist á næstu vikum. Guðmundur segir appið hannað af íslenska fyrirtækinu Reontech og því alíslensk framleiðslu. „Með því að hafa hönnunina íslenska höfum við sparað þjóðarbúinu tugi milljóna í gjaldeyristekjur,“ segir hann.Segir Uber ekki henta íslenskum aðstæðum Aðspurður hvort BSR sé að svara hugsanlegri samkeppni Uber hér á landi segir Guðmundur að Uber henti ekki fyrir íslenskar aðstæður. „Þetta er betra kerfi en Uber. Þú hringir ekkert í Uber ef að þú þarft að kvarta yfir einhverju,“ segir Guðmundur. Uber er leigubílaþjónusta þar sem ferðir er pantaðar og greiddar með appi. Fyrirtækið tilkynnti í desember síðastliðnum að vinna væri hafin við að bjóða upp á leigubílaþjónustu á Íslandi.Sjá einnig: Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Guðmundur segir kostnað við hönnun appsins hafa verið umtalsverðan fyrir BSR. „Við erum sannfærð um að þetta muni borga sig,“ segir Guðmundur . Hann vonast til að með appinu muni viðskiptavinum BSR fjölga og markaðshlutdeild fyrirtækisins á leigubílamarkaði sem nú sé um 20 prósent aukast. „Túrarnir sem koma í gegnum appið verða hrein viðbót,“ segir Guðmundur. Hann segir að í framhaldinu verði starfsmönnum í símveri fjölgað til að auka þjónustuna við viðskiptavini BSR.
Tækni Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56 Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32 Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06 Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Notandi dásamar Uber en leigubílstjórar eru uggandi Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber er með til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. 12. desember 2014 20:56
Uber bannað á Spáni Fjórða landið til að banna starfsemi fyrirtækisins í vikunni. 9. desember 2014 15:32
Uber vinnur að því að hefja starfsemi í Reykjavík Hafa verið bannaðir í Indlandi eftir að bílstjóri var sakaður um nauðgun. 8. desember 2014 14:06