Harden einni stoðsendingu frá rosalegri þrennu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2015 07:30 James Harden átti frábæran leik. vísir/getty James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
James Harden átti stórkostlegan leik fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Phoenix Suns á útivelli, 127-118. Harden var einni stoðsendingu frá ævintýralega flottri þrennu, en hann skoraði 40 stig, tók 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Þessi magnaði leikmaður skoraði 20 stig bara í fjórða leikhlutanum þar sem Houston sleit sig frá Phoenix og landaði sigrinum, en gestirnir unnu síðasta fjórðunginn með tíu stigum þökk sé honum. Harden hitti úr 13 af 23 skotum sínum í teignum og þremur af sjö þriggja stiga skotum auk þess að nýta 11 af 14 vítaskotum. Houston heldur eins leiks forystu á Portland í baráttunni um þriðja sæti í vesturdeildinni þar sem heimavallarrétturinn mun væntanlega skipta þokkalegu máli í úrslitakeppninni, en liðið er þremur sigrum á eftir Memphis sem er í öðru sæti. Sjáðu Harden fara á kostum í nótt: Talandi um Memphis. Það vann það níu stiga heimasigur á Brooklyn Nets í nótt, 95-86. Heimamenn voru með þrettán stiga forskot fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir náðu ekki að éta upp. Marc Gasol heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur fyrir Memphis, en spænski miðherjinn skoraði 14 stig og tók 11 fráköst. Zach Randolph var þó stigahæstur með 19 stig auk þess sem hann tók 8 fráköst. Bróðir Gasol, Pau, hefur líka spilað frábærlega á tímabilinu eftir að skipta yfir til Chicago og hann fór fyrir sínum mönnum sem völtuðu yfir Sacramento Kings, 104-86, á heimavelli. Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst, en hann hitti úr 11 af 15 skotum sínum í teignum. Tony Snell kom hrikalega öflugur inn af bekknum og skoraði 24 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu. Chicago-liðið er í þriðja sæti austurdeildarinnar og búið að vinna þrjá leiki í röð, en það er 2,5 sigrum á eftir Toronto sem er í öðru sætinu. Atlanta er sem fyrr á toppnum í austrinu með örugga forystu þar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Detroit Pistons 78-106 Phoenix Suns - Hoston Rockets 118-127 Chicago Bulls - Sacramento Kings 104-86 Memphis Grizzlies - Brooklyn Nets 95-86 LA Lakers - Denver Nuggets 96-106Staðan í deildinni.Jeff Green setur niður hollí hú-troðslu: Ben McLemore treður í Chicago
NBA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira