Sport

Einar Kristinn í 48. sæti í stórsvigi á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Kristinn Kristgeirsson.
Einar Kristinn Kristgeirsson. Mynd/SKÍ
Einar Kristinn Kristgeirsson endaði í 48. sæti í stórsvigi á HM í alpagreinum sem fer fram þessa dagana í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum.

Einar Kristinn var með 55. besta tímann í fyrri ferðinni og 47. besta tímann í seinni ferðinni en átta skíðamenn sem komust í seinni ferðina náðu ekki að klára.

Einar Kristinn gerði þar með betur en Helga María Vilhjálmsdóttir sem náði 56. sæti í stórsvigi kvenna í gær.

Einar Kristinn fór tíu sekúndubrotum hraðar í seinni ferðinni en í þeirri fyrri. Hann fór báðar ferðirnar samanlagt á 2:49.60 mínútum sem þýðir að hann var 15,44 sekúndum á eftir heimsmeistaranum Ted Ligety frá Bandaríkjunum.

Ted Ligety tryggði sér gullið með frábærri seinni ferð en hann var í fimmta sætinu eftir fyrri ferðina.

Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher, sem var fyrstur eftir fyrri ferðina varð að sætta sig silfur og Frakkinn Alexis Pinturault tók bronsið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×