Fara mest í níu ár í fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2015 13:50 Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir í fangelsi í liðinni viku vegna Al Thani-málsins. Vísir „Yfirleitt geta menn ekki farið upp úr refsirammanum með hverju broti. Það þýðir að þó að framin séu 10-20 brot þá fara menn ekkert upp úr hámarkinu. Það er þó heimild í hegningarlögum að auka við refsinguna, og bæta við hana allt að helmingi hennar, eins og segir í ákvæðinu ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot. Þó er það svo að 9 ára fangelsisdómur allt í allt er það mesta sem sakborningar í þessum málum geta fengið. Þetta þýðir að ef heildarrefsing yrði til dæmis komin upp í 9 ár áður en síðasta málið yrði dæmt myndi ekkert bætast við þó viðkomandi yrði sakfelldur,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, aðspurður um hversu langan fangelsisdóm Kaupþingsmenn geta fengið í heildina en nokkur mál bíða þeirra í dómskerfinu. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kauþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, dæmdir í fangelsi í Hæstarétti í liðinni viku fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu.Sjá einnig: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfesturEndanleg niðurstaða í fyrsta lagi eftir tvö ár Kaupþingstopparnir eru þó langt í frá lausir allra mála. Sérstakur saksóknari hefur ákært Hreiðar Má og Magnús í þremur öðrum málum sem tengjast viðskiptum Kaupþings fyrir hrun og Sigurður er ákærður í tveimur af þeim málum, en Ólafur hefur ekki verið ákærður í fleiri málum. Björn segir að endanleg niðurstaða í þessum málum fáist í fyrsta lagi um áramótin 2016-2017. „Greinargerðarfrestur í síðasta málinu, svokölluðu CLN-máli, er fram í október þannig að það verður í fyrsta lagi flutt í kringum næstu áramót og fer svo upp í Hæstarétt.“ Aðspurður hvort að fleiri mál séu til rannsóknar hjá embættinu á hendur þessum sömu mönnum segist Björn ekki vilja tjá sig um það.Mánaðarlöng aðalmeðferð framundan Næsta mál sem er á dagskrá dómstólanna snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Níu manns eru ákærðir í málinu, þar á meðal þremenningarnir sem fengu dóm á fimmtudaginn. Áætlað er að aðalmeðferðin taki mánuð en málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. apríl til 22. maí. Í ákæru segir að ákærðu hafi ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi því verið sýndarviðskipti. Hreiðar, Magnús og Sigurður eru svo einnig ákærðir CLN-málinu en þar er þeim gefið að sök að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþings banka, eða svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarálag bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Þriðja málið sem er svo fyrir dómstólum er Marple-málið en Hreiðar og Magnús eru ákærðir ásamt Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldssyni, fjárfesti. Sú háttsemi sem ákærðu er gefið að sök miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
„Yfirleitt geta menn ekki farið upp úr refsirammanum með hverju broti. Það þýðir að þó að framin séu 10-20 brot þá fara menn ekkert upp úr hámarkinu. Það er þó heimild í hegningarlögum að auka við refsinguna, og bæta við hana allt að helmingi hennar, eins og segir í ákvæðinu ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot. Þó er það svo að 9 ára fangelsisdómur allt í allt er það mesta sem sakborningar í þessum málum geta fengið. Þetta þýðir að ef heildarrefsing yrði til dæmis komin upp í 9 ár áður en síðasta málið yrði dæmt myndi ekkert bætast við þó viðkomandi yrði sakfelldur,“ segir Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, aðspurður um hversu langan fangelsisdóm Kaupþingsmenn geta fengið í heildina en nokkur mál bíða þeirra í dómskerfinu. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Ólafur Ólafsson, einn stærsti eigandi Kauþings, og Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, dæmdir í fangelsi í Hæstarétti í liðinni viku fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al Thani-málinu.Sjá einnig: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfesturEndanleg niðurstaða í fyrsta lagi eftir tvö ár Kaupþingstopparnir eru þó langt í frá lausir allra mála. Sérstakur saksóknari hefur ákært Hreiðar Má og Magnús í þremur öðrum málum sem tengjast viðskiptum Kaupþings fyrir hrun og Sigurður er ákærður í tveimur af þeim málum, en Ólafur hefur ekki verið ákærður í fleiri málum. Björn segir að endanleg niðurstaða í þessum málum fáist í fyrsta lagi um áramótin 2016-2017. „Greinargerðarfrestur í síðasta málinu, svokölluðu CLN-máli, er fram í október þannig að það verður í fyrsta lagi flutt í kringum næstu áramót og fer svo upp í Hæstarétt.“ Aðspurður hvort að fleiri mál séu til rannsóknar hjá embættinu á hendur þessum sömu mönnum segist Björn ekki vilja tjá sig um það.Mánaðarlöng aðalmeðferð framundan Næsta mál sem er á dagskrá dómstólanna snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Níu manns eru ákærðir í málinu, þar á meðal þremenningarnir sem fengu dóm á fimmtudaginn. Áætlað er að aðalmeðferðin taki mánuð en málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. apríl til 22. maí. Í ákæru segir að ákærðu hafi ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi því verið sýndarviðskipti. Hreiðar, Magnús og Sigurður eru svo einnig ákærðir CLN-málinu en þar er þeim gefið að sök að hafa misnotað stöðu sína sem stjórnendur bankans í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþings banka, eða svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarálag bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Þriðja málið sem er svo fyrir dómstólum er Marple-málið en Hreiðar og Magnús eru ákærðir ásamt Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, og Skúla Þorvaldssyni, fjárfesti. Sú háttsemi sem ákærðu er gefið að sök miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39 „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. 13. febrúar 2015 20:39
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
Marple-málið: Frávísunarkröfum hafnað Þrír fyrrverandi stjórendur Kaupþings ákærðir ásamt einum helsta viðskiptavini bankans. 16. desember 2014 14:02
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15