Enski boltinn

Tölurnar ljúga ekki: Cech er betri en Courtois

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tveir af bestu markvörðum úrvalsdeildarinnar eru í sama liðinu.
Tveir af bestu markvörðum úrvalsdeildarinnar eru í sama liðinu. vísir/getty
Chelsea mætir Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, þarf enn og aftur að taka erfiða ákvörðun um hvor markvörðurinn hjá sér stendur í rammanum í kvöld; Thibaut Courtios eða Petr Cech.

Cech var óvænt mættur í markið í deildarleik geng Everton í síðustu viku, en Mourino útskýrði eftir leik að Courtois væri búinn að spila þrjá leiki á skömmum tíma og væri þreyttur.

Að öllum líkindum verður Belginn í markinu hjá Chelsea í París í kvöld, en þegar litið er á tölfræðina kemur í ljós að Petr Cech hefur staðið sig betur á tímabilinu.

Cech hefur aðeins fengið á sig sex mörk í þeim þrettán leikjum sem hann hefur spilað og haldið hreinu í 46 prósent leikjanna. Courtois hefur fengið á sig 10 mörk í 26 leikjum og haldið hreinu í 38 prósent leikjanna sem hann hefur spilað.

Tékkinn fær á sig mark á 127 mínútna fresti en Belginn fær mark á sig á 100 mínútna fresti. Hvorugur hefur þó gert mistök sem kostað hefur Chelsea mark á tímabilinu. Ekki amalegir kostir að velja úr.

Leikur Paris Saint-Germain og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×