Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Sepp Blatter vill ekki sjá rasisma í fótboltanum. vísir/getty Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015 FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira
Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, er ekki skemmt yfir gjörðum nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik liðsins gegn PSG í París í gærkvöldi. Þeir urðu sér til háborinnar skammar þegar þeir ýttu þeldökkum manni út úr neðanjarðarlest og sungu: „Við erum kynþáttahatarar (We're racist), við erum kynþáttahatarar og þannig viljum við vera.“ Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti á vefsíðu sinni, en maðurinn sem tók það upp sagði við breska blaðið: „Þetta var menningaráfall. Ég heyrði nokkra Frakka segja: Ég trúi þessu ekki. Þetta er brjálæði.“ Sepp Blatter, forseti FIFA, talaði um atvikið á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist fordæma athæfi lítils hóps stuðningsmanna Chelsea. „Það er ekkert pláss fyrir rasisma í fótbolta,“ skrifaði hann. Enska knattspyrnusambandið gaf einnig út stutta yfirlýsingu vegna málsins og segist í henni ætla að hjálpa Chelsea að banna ársmiðahafana sem voru hluti af hópnum. „Enska sambandið, líkt og Chelsea, algjörlega fordæmir þessa skammarlegu hegðun sem er glæpsamleg. Þeir sem bera ábyrgð á þessu eiga sæta eins alvarlegri refsingu og hugsast getur,“ segir í yfirlýsingu enska sambandsins.I also condemn the actions of a small group of Chelsea fans in Paris. There is no place for racism in football!— Joseph S Blatter (@SeppBlatter) February 18, 2015
FIFA Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30 Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Beckham vill sjá Figo sem forseta FIFA David Beckham styður fyrrum liðsfélaga sinn hjá Real Madrid í kosningunum um forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fara í maí. 18. febrúar 2015 10:30
Hazard sparkaður níu sinnum niður í gær | Mourinho ósáttur Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýndi leikmenn franska liðsins Paris Saint-Germain fyrir meðferð þeirra á belgíska landsliðsmanninum Eden Hazard í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær. 18. febrúar 2015 13:45