Lampard: Gareth Bale er alltof indæll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2015 08:00 Gareth Bale. Vísir/Getty Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira
Frank Lampard hafði sína skoðun á frammistöðu Gareth Bale með Real Madrid í 2-0 sigri á Schalke í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta. Lampard vill að hann hugsi meira um sjálfan sig. Það hefur ekki gengið nógu vel hjá þeim velska að undanförnu en dýrasti knattspyrnumaður heims hefur bætt þurft að hlusta á baul frá stuðningsmönnunum sem og harða gagnrýni í spænsku pressunni. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Bale í leiknum í gær og virtist hann oft taka ranga ákvörðun þegar hann nálgaðist vítateiginn. „Ég hef á tilfinningunni að þetta sé afar indæll strákur," sagði Frank Lampard við Sky Sports. „Hann ætti að hafa meira egó miðað við það sem hann hefur þegar afrekað á ferlinum. Kannski hefur hann áhyggjur af því að gera ekki of mikið sjálfur þegar tækifærið gefst til að keyra sjálfur á markið, af ótta um að fá á sig gagnrýni," sagði Lampard sem vill að Bale hætti að reyna halda öllum öðrum ánægðum því að það sé ekki hægt. „Ég vona að hann losi sig við slíkan hugsunarhátt sem fyrst því það gæti farið að hafa slæm áhrif á hann," sagði Lampard. Bale hefur ekki skorað fyrir Real Madrid í næstum því einn mánuð og menn hafa tekið nokkrum sinnum eftir pirringi Cristiano Ronaldo þegar Bale reynir sjálfur að skjóta í stað þess að gefa hann. „Ég vildi sjá Cristiano (Ronaldo) koma fram og segja að þetta sé ekkert mál því við vitum að það er hann sem er aðalmaðurinn," sagði Lampard en látbragð Ronaldo hefur oft kallað fram baul á Bale. „Bale gæti hinsvegar komið enn sterkari til baka eftir þetta basl. Kannski sjáum við hann sóla þrjá og setja hann upp í fjærhornið í næsta leik," sagði Frank Lampard.Gareth BaleVísir/Getty
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sjá meira