Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 21:25 Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira