Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2015 14:14 Stúlkan var skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili sitt í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Visir/Getty/Vilhelm „Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum. Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
„Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40