Ökumaðurinn segir Ólöfu hafa verið eina í hálftíma Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 12:29 Ólöf Þorbjörg. „Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
„Já, það var mikið að gera,“ segir Valdimar I. Jónsson, ökumaður hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, aðspurður hvort gærdagurinn hafi verið honum erfiður en Valdimar er ökumaðurinn sem ók Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur áður en lýst var eftir henni af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, segir Valdimar hafa verið leystan frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins. Ólöf Þorbjörg fannst í bíl frá Ferðaþjónustu fatlaðra eftir mikla leit og talið að hún hafi verið ein í bílnum í sjö klukkustundir en Valdimar segir í samtali við Vísi að hann ætli ekkert að tjá sig frekar um málið von sé á yfirlýsingu vegna málsins síðar í dag. Valdimar vildi ekki tjá sig við Vísi en ræðir hins vegar ítarlega við DV þar sem hann segir Ólöfu ekki hafa verið lengur en hálftíma í bílnum. Hann segist ekki hafa lagt bílnum fyrr en klukkan sjö í gærkvöldi en Ólöf fannst um hálf átta leytið. „Hún brosti þegar ég kom út í bíl. Það virtist ekkert ama að henni. Hún bara sat þarna hin rólegasta. Þá sat hún upprétt,“ segir Valdimar við DV. Hann segist hafa tekið olíu á bílinn þegar vinnudeginum lauk og því næst farið með bílinn á verkstæði í smá lagfæringu en eftir kvöldmat ætlaði Valdimar með bílinn aftur á stæði. Hann segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hafa haft samband við sig fyrir þann tíma en honum hafði ekki dottið í hug að stúlkan gæti verið enn í bílnum. Eitthvað ýtti honum þó til þess að skoða bílinn um hálf átta og þar var Ólöf. Sigtryggur Magnússon, framkvæmdastjóri Al Iceland Tours, fyrirtækisins sem sá um akstur Ólafar, sagði í samtali við Vísi að Valdimar hefði verið leystur frá störfum á meðan málið er til rannsóknar af hálfu Strætó. Þá hefur Reykjavíkurborg skipað neyðarstjórn yfir Ferðaþjónustu fatlaðra vegna málsins.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 „Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
„Hún var voða glöð að komast heim“ Foreldrarnir ánægðir að neyðarstjórn ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið skipuð. 5. febrúar 2015 10:43