Handritshöfundar hornkerlingar á Eddunni Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2015 16:08 Kollegar Margrétar eru henni hjartanlega sammála og nú bíða þau viðbragða frá framkvæmdastjóra Eddunnar. Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“ Eddan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira
Margrét Örnólfsdóttir, rithöfundur með meiru, er afar ósátt við það hvernig þeir sem sjá um Edduverðlaunin haga tilnefningum í flokki handrita. Henni þykir skjóta skökku við að sjónvarpþættirnir Orðbragð séu tilefndir. Hún segir Orðbragð vandaða og velheppnaða sjónvarpsþætti. Hins vegar er handrit að kvikmynd eða sjónvarps-mynd/þáttaröð og sjónvarpsþætti sem Orðbragði er einfaldlega sitthvor hluturinn. Vísir spurði Margréti einfaldlega hvort henni finnist þeir sem sjá um að skipuleggja Edduna þá ekki hafa nokkurn skilning á mikilvægi handritsgerðar? „Þú hittir algjörlega naglann á höfuðið þarna, líklega án þess að átta þig á því, þegar þú velur að nota orðið handritsgerð. Það er nefnilega ekki sama handritsgerð og handritsskrif. Handrit að þáttum á borð við Orðbragð er handritsgerð en maður skrifar hins vegar handrit að kvikmynd eða leiknu sjónvarpefni. Gæti hljómað eins smásmyglisháttur hjá mér, hvort tveggja er að sjálfsögðu skrifað, en það er grundvallarmunur á. Það má til dæmis benda á að það tekur yfirleitt mörg ár að þróa kvikmyndahandrit, frá því hugmynd kviknar og þar til hægt er að kalla handritið lokaútgáfu. Það er hreint og klárt höfundaverk sem á lítið skylt við sjónvarpsþætti þar sem til að mynda stór hluti efnisins byggir á framlagi viðmælenda, viðtölum og slíku. Flokkurinn handrit ársins hjá alvöru kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunum ætti að takmarkast við handrit að leiknu efni. Skilyrðin fyrir innsendingum í þennan flokk eru því augljóslega of slök eða óljós.“ Margrét segir það rétt vera að handritsgerð hafi verið hálfgerð hornkerling í íslenskri kvikmyndagerð, alla tíð. „Það hefur breyst mikið til batnaðar á síðustu tíu árum eða svo enda margir farnir bæði að mennta sig sérstaklega í handritsskrifum og sífellt fleiri hafa nokkuð samfellda atvinnu af þessu, sérstaklega síðan kippur kom í framleiðslu á leiknu sjónvarpsefni. Sömuleiðis hefur almennt vaxið skilningur á mikilvægi handritsþáttarins, honum gert hærra undir höfði og lagt meira upp úr handritsþróun en áður.“ Margrét skrifaði pistil um málið sem birtist á kvikmyndavefnum Klapptré. Og hún hefur fengið talsverð viðbrögð við þeim skrifum. „Fyrir utan læk og deilingar á facebook? Kollegarnir eru auðvitað hjartanlega sammála en ég er ennþá að bíða eftir viðbrögðum við athugasemdum sem ég sendi framkvæmdastjóra Eddunnar.“
Eddan Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Sjá meira