Leiknir í úrslit eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 22:46 Leiknismenn unnu KR í úrslitum 2013 og nú aftur í undanúrslitum. vísir/daníel Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35