Kolbeinn Höður Gunnarsson setti í dag nýtt Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhús í Kaplakrika í dag.
Kolbeinn Höður kom í mark á 21,38 sekúndum en hann á best tímann 21,37 sekúndur utanhús og er í feikna góðu formi. Hann var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu í 400 metra hlaupi í gær þegar hann vann bæði 400 metra hlaupið og 60 metra hlaupið.
Kolbeinn Höður hefur því unnið þrjú gullverðlaun á Meistaramótinu um helgina.
Kolbeinn Höður með nýtt Íslandsmet

Tengdar fréttir

Enginn annar að fara að bæta þessi met í bráð
Kolbeinn Höður Gunnarsson er í Íslandsmeta-formi þessa dagana og keppir á Meistaramóti Íslands í frjálsum í Kaplakrika í dag.

Hrafnhild Eir með glæsilegt Íslandsmet
Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir setti nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti íslands í Kaplakrika í dag.

Aníta með glæsilegt Íslandsmet
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhús í Kaplakrika í dag.